Þá er komið að síðasta gjafaleiknum á síðunni minni í bili alla vega. Um leið og ég segi frá síðasta vinningnum sem er sá veglegasti hingað til tilkynni ég sigurvegarann í St. Tropez leiknum. Nafnið á sigurvegaranum sjáið þið neðst í þessari færslu.
Ég ákvað að síðasti vinningurinn yrði mjög veglegur og einn heppinn lesanda sem fær glænýjan ilm frá Estée Lauder, Modern Muse og förðunarburstasett frá Smashbox.
Ilmurinn frá Estée er alveg glænýr, Ísland fékk meirað segja undantekningu til að byrja að selja hann núna fyrir jólin því tæknilega séð átti ekki að hefja sölu á honum fyr en árið 2014. Innblásturinn á bakvið hugmyndina á bakvið ilminn er nútímaleg kona. Kona sem veitir öðrum innblástur með sjálfstæði sínu og sínum hugmyndarríka og einstaka stíl. Eins og ætti líka að vera augjljóst þá er nafnið komið til af þessum innblástri. Ilmvatnsgerðarmaðurinn Harry Fermont sem hannaði ilminn lýsir honum sem tvöföldum ilm vegna allra ólíku tóna hans. Hann segir að það geti verið misjafnt hvaða tóna konur finna fyrst og það er það sem gerir ilminn svo sérstakan.
Ilminum sjálfum má lýsa sem blómailm með mildum viðarnótum. Hann er virkilega kvenlegur og einstakur eins og nafnið og innblásturinn gefur til kynna. Umbúðirnar finnst mér persónulega mjög látlausar og hógværar en tappinn á flöskunni er í laginu eins og slaufa sem mér finnst mjög skemmtilegt. Þið sjáið hér á myndunum frá mér pakkningarnar utan af ilminum en framan á þeim er teiknuð mynd af ilmvatnsglasinu sjálfu. Fyrir neðan myndina mína sjáið þið svo mynd úr auglýsingaherferð ilmsins sem var tekin á Guggenheim safninu í New York.
Með ilminum fylgdi að sjálfsögðu smá pressukynning um ilminn sjálfan og viðtöl við fólk sem tengist ilminum, ilvatnsgerðarmaðurinn sem hannaði ilminn, framkvæmdastjóra Estée Lauder og svo viðtal við andlit ilmsins Arizonu Muse. Mér fannst viðtalið við hana svo einlægt og fallegt og mig langaði að deila með ykkur smá hlutum úr því…
How does the fragrance make you feel?
Modern Muse makes me feel elevated – like a better version of me.
What is your idea of a modern muse?
My idea of a modern muse is someone who is confident, stylish and inspiring to others. A Modern Muse is in charge of her life and happy.
Who do you think of as iconic muses?
I think Joan of Arc is iconic. She was a woman who maintained her femininity but was strong enough to lead an army of men into battle.I also think of all the models before me as muses, particularly Carolyn Murphy. She has been in the industry for so long and has had such a long career with Estée Lauder. I find that really inspiring. And Angelina Jolie. She is beautiful, talented, she protects her children which, as a mother, is so important for me, and she gives so much back.
Who are your own personal muses?
I’d say my personal muses are my friends and my mum!
Are you a muse to anyone yourself?
I hope one day I will be considered a muse. I think to become a muse takes time but I would like to inspire people to be the best they can be.
Who inspires you?
The person I find most inspiring is my son. And mothers around the world. We all have a mother and they always have the best advice and do so much for everyone else. They are very inspiring.
Þetta er í alvörunni bara örlítið brot af öllu viðtalinu sem er mjög skemmtilegt og áhugavert. En þetta er fyrsta verkefni Arizonu sem andlit Estée Lauder. Ég mun án efa deila með ykkur restinni af því seinna.
Burstasettið frá Smashbox inniheldur 5 förðunarbursta en eiginlega eru þeir samt 6 þar sem einn þeirra er tvöfaldur. Utan um burstana kemur virkilega flott silfruð taska sem á meirað segja smá auka pláss fyrir uppáhaldsförðunarvörurnar ykkar.
Líst ykkur ekki bara ágætlega á þetta?
Eins og áður langar mig að biðja ykkur um að smella like á þessa færslu og skrifa senda mér kannski smá jólakveðju sem athugasemd við þessa færslu. Ef þið eruð svo ekki enn búnar að setja like á Facebook síðuna mína sem þið finnið undir REYKJAVÍK FASHION JOURNAL gerið það þá líka :)
Ég dreg svo út einn heppin lesanda í kvöld sem fær sendan þennan flotta glaðning til sín!
Vinningshafinn í St. Tropez leiknum er svo….
Innilega til hamingju Anna – endilega sendu mér línu með upplýsingum um heimilisfang á ernahrund(hjá)trendnet.is svo ég geti sent þér vinninginn.
EH
Skrifa Innlegg