Leikurinn er unninn í samstarfi við FABELAB og verslunina Mena.
ATHUGIÐ – LEIKNUM ER LOKIÐ…
Takk kærlega fyrir frábæra þáttöku og gaman að sjá hve margir vilja gleðja lítil kríli með þessu fallega teppi. Ég er nú búin að draga út þá sem fær að gleðja með því þökk sé random number generator :)
Til hamingju Þóra Björk hafðu samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is.
Munið þið eftir fallega leikteppinu sem ég sýndi hér á síðunni ekki fyrir svo löngu síðan – HÉR. Nú er komið að því að gleðja einhvern með þessu fallega leikteppi og því efnum við til leiks hér á síðunni. En mig langar endilega að fá að dreifa boðskapnum um þetta fallega teppi sem víðast en ég er mjög hrifin af þessum elegant og fallegu barnavörum.
Ef ykkur langar í svona teppi fyrir ykkar barn hvort sem það er fætt eða væntanlegt eða viljið gleðja einhvern í kringum ykkur með því þá endilega takið þátt, allar upplýsingar er að finna hér neðar í færslunni.
Mér finnst teppið mjög skemmtilegt og áferðafalleg. Þegar það er ekki í notkun breiði ég því yfir sófann en það passar mjög vel við hann en hann er grár eða þá ég brýt það saman svo úr verði fugl eins og þið sjáið hér að neðan. En svo er líka hægt að búa til úr því eins konar svefnpoka sem er kannski dáldið sniðugt fyrir þessi allra nýjustu ég er ekki viss um að Tumalingur myndi mikið verða kjur… ;) En annar kostur við teppið er að það er úr 100% lífrænum bómul og já fagurfræðin er sko alveg með þessu teppi í liði!
Við ætlum að gefa teppið í litnum Dawn en þið getið skoðað það hér, mjög neutral og fallegur litur sem virkar fyrir alla. En til að eiga kost á að eignast teppið þá farið þið eftir þessu… :)
1. Deilið þessari færslu með því að smella á Like takkann hér fyrir neðan.
2. Skrifið athugasemd við þessa færslu með nafni þar sem þið megið endilega taka fram fyrir hvern teppið er.
Svo langar mig endilega að benda ykkur á Facebook síðu Mena.is þar sem er sniðugt að smella á Like takkann til að fylgjast með fallegum vörum sem eru fáanlegar þar – FACEBOOK SÍÐA MENA.IS.
Mikið vona ég að þetta glæsilega fallega teppi geti glatt eitt lítið kríli. Ég mun svo draga úr öllum athugasemdum á miðvikudaginn.
Gleðilega hátíð!
Erna Hrund
Skrifa Innlegg