fbpx

Gestakennari í Mood Makeup School

Makeup Artist

Uppá síðkastið hef ég aðeins fengið að spreyta mig í því að kenna förðun. Þetta er alveg nýtt fyrir mér – að vera að segja fólki hvernig það á að farða… Þetta er mjög stressandi en alveg ótrúlega gaman! Ég byrjaði á því að kenna inní Snyrtiakademíu í síðustu viku og í gær lá leið mín í Mood Makeup School. Mér fannst það sérstaklega gaman þar sem sá skóli er mjög svipað upp settur og skólinn sem ég lærði í fyrir 5 árum síðan, EMM.

Eygló sem er ein af þeim sem á Mood og kennir þar kenndi mér á sínum tíma svo það var líka mjög gaman að fá að fara og kenna „fyrir hana“. Ég hitti hana og Díönu sem á skólann með henni um daginn og tók smá viðtal við þær fyrir umfjöllun sem ég er að vinna í fyrir Reykjavík Makeup Journal.

Í Mood er lögð áhersla tísku- og auglýsingafarðanir og nemendur taka tvö próf í lok námskeiðsins – annað er Beauty próf og hitt Fashion. En hann Helgi Ómars okkar tekur oftast myndirnar fyrir þær og lærði líka förðun hjá þeim á sínum tíma.

Screen Shot 2013-09-19 at 10.00.11 AM

Í gær kenndi ég báðum hópunum – morgun og kvöld. Áherslan var fashion og ég kynnti fyrir þeim nýju Real Techniques burstana sem eru væntanlegir í sölu eftir örfáa daga… meira um það seinna – og svo L’Oreal förðunarvörurnar. Í morgunhópnum sýndi ég þeim 2 mismunandi förðunarlúkk – eitt fyrir myndatöku og annað fyrir catwalk. Svo pöruðu þær sig saman 2 og 2 og gerðu annað hvort fashion lúkk fyrir myndatöku eða fyrir catwalk – það var ótrúlega gaman að fylgjast með hvernig þeim gekk og að fá að leiðbeina þeim.

Í kvöldhópnum þá áttu þau að ímynda sér að þau væru að fara að gera L’Oreal auglýsingu – áttu að gera fashion lúkk og ég bað þau að velja annað hvort húð, varir eða augu til að leggja áherslu á. Það komu fullt af ótrúlega skemmtilegum lúkkum – það var svo gaman að sjá hugmyndaflugið!

Screen Shot 2013-09-19 at 10.00.01 AM

Ég væri nú alveg til í að gera þetta einhver tíman aftur! Ef þið hafið áhuga á að kynnast náminu í Mood betur þá mæli ég með heimasíðu skólans HÉR.

EH

Makeup: Guðbjörg Huldís

Skrifa Innlegg