fbpx

Gegnsæ naglalökk!

neglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniOPI

Ég fékk að prófa nýju lökkin frá OPI. Það er nú meira hvað merkið er duglegt að koma með skemmtilegar nýjungar – mér finnst bara hreinlega koma nýjar vörur í hverjum mánuði. En naglalökk hafa svo sem aldrei verið vinsælli en núna. Svo má líka segja að það sé ómissandi fylgihlutur við hvert dress að vera með flottar neglur!sheeropi8Sheer Tints frá OPI er lína sem inniheldur fjóra frekar gegnsæja liti. Naglalökkin er hægt að nota ein og sér og setja bara fleiri umferðir eftir því sem þið viljið hafa litinn þéttari en svo má líka nota þau yfir önnur naglalökk sem top coat. Mér datt t.d. í hug að þetta geti verið mjög sniðug lökk fyrir ykkur sem eruð t.d. vanar að vera með gelnaglalökk  sem þarf sem minnst að laga til en gætuð þá sett eina umferð af þessum skemmtilegu litum til að breyta aðeins tóninum á lakkinu ykkar.sheeropicollage

Hér sjáið þið litina fjóra – Be Magentale With Me (bleikur), I’m Never Amberrassed (gulur),  I Can Teal You Like Me (blár) og Don’t Violet Me Down (fjólublár). Lökkin gefa nöglunum léttan lit en ótrúlega mikinn glans. Ég feilaði á einu stóru atriði en það var að ég gaf mér ekki nógu mikinn tíma til að prófa lökkin. En þar sem formúlan er í þykkari kantinum er mikilvægt að leyfa lakkinu að þorna á milli umferða svo lituinn verður jafn. En það sést vel á þumalfingrinum á bæði myndinni með bláa litnum og þeim fjólubláa að ég leyfði því ekki að þorna nógu vel.

Mér finnst litirnir sérstaklega flottir yfir alveg hvítt naglalakk en þá verða þeir fallegir pastellitir. Hér setti ég eina umferð af hverjum lit yfir tvær umferðir af alveg hvítu naglalakki (hvíta litinn sjáið þið á þumalfingrinum. Mér finnst þetta mjög flott, því þetta eru sterkir pastelitir en oft eru þeir frekar mjúkir alla vega þeir sem ég hef séð – eða öðruvísi einhvern veginn. Ég er sértaklega hrifin af gula litnum!sheeropiSvo sá ég á kassanum skemmtilega aðferð til að gera flottar ombre neglur með þessum lökkum. En ég set þá þrjár umferðir af litnum yfir hvíta litinn – færi mig bara ofar eftir nöglinni í hvert sinn. Hér sjáið þið útkomuna úr fyrstu tilrauninni hjá mér – kemur skemmtilega út en ég þarf kannski að æfa mig aðeins betur :)sheeropi2Sheer Tints naglalökkin fáið þið fjögur saman í svona Mini Setti eins og ég fékk og líka stök í stærri stærðunum. Ég veit ekki hversu mikið ég myndi nota þessi lökk ein og sér. Persónuelga held ég að ég myndi helst nota þetta bleika eitt en mér finnst mjög fallegur liturinn sem kemur á neglurnar frá því – heilbrigður bleikur litur. En lökkin mun ég helst nota yfir önnur lökk en ég hef séð nokkrar útfærslur af því á netinu – þau kome líka mjög skemmtilega út yfir glimmerlökkum:)

Eftir endalausar prófanir þá enduðu neglurnar mínar svona í gær…sheeropi7… gular og með einni ombre nögl – þessi kom ágætlega út :)

Skemmtileg lökk og ég mæli með t.d. mini settunum í fermingargjafir – skemmtileg aukagjöf fyrir fermingarskvísur!

EH

Nýtt frá MAC - nýtið ykkur 20% afslátt í Debenhams dag!

Skrifa Innlegg