fbpx

Garðskagi

Blog

Ég og minn yndislegi fórum í smá bíltúr um helgina um Reykjanesið og rákumst á stað sem ég hvorugt okkar hefur komið á áður, Garðskaga, en á honum er falleg hvít strönd. Mér leið eins og ég væri stödd í útlöndum veðrið var svo yndislegt, himininn heiðblár og sjórinn tær og fallegur. Mæli með því að fólk geri sér aðeins lengri bíltúr á næsta sólardegi og fari þangað en ekki í Nauthólsvíkina.

Eins og á alvöru sólarströnd

Garðskagaviti - sá minni;)

Þarna var smá þari á ströndinni en um leið og við löbbuðum aðeins lengra var bara hrein falleg strönd

Sandurinn alveg hvítur

Aðalsteinn tók þessar myndir á símann sinn ég er alveg kolfallin fyrir Iphone þó mig hafi ekkert langað í hann fyr en allt í einu núna,  en minn kemur fljótlega er búin að semja við kæró að fyrst ég gaf honum Iphone 4 þá gefur hann mér Iphone 5 þegar hann kemur út, frekar sátt með þann díl;)

Klæðnaðurinn var ekki alveg uppá sitt besta þennan daginn sýni ykkur betur stílinn minn seinna, en hann einkennist helst af Ebay gersemum;)

Zooey Claire Deschanel

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kristín

    17. August 2011

    prófið þá einhverntíman að fara þangað aftur og horfa á sólarlagið, það er fallegt í Gróttu en á Garðskaga…