fbpx

Fyrir & eftir Go Extreme Leather Black

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupMaskararMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Fyrir ekki svo löngu síðan ákvað ég að gefa nýjum Colossal maskara frá Maybelline tækifæri. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af upprunalega Colossal maskaranum – burstinn hentar ekki mínum augnhárum. En fyrir ekki svo löngu síðan kom Colossal Go Extreme maskarinn í sölu og ég var ekki alveg seld á það að hann hentaði mér eitthvað betur en sá upprunalegi – eftir að ég prófaði Leather Black útgáfuna hef ég nú steingleymt þessum neikvæðu væntingum mínum í garð maskarans því hann er æðislegur! Uppáhalds minn frá Maybelline er Rocket maskarinn – ég bara elska almennt gúmmíbursta en þessi kemur sterkur inn og trónir nú með Rocket maskaranum í 1. sæti á mínum lista yfir Maybelline maskarana.

Ég birti fyrstu fyrir & eftir myndina á Instagraminu mínu og fyrir ykkur sem misstuð af henni þá er hún hér…

Screen Shot 2014-10-28 at 11.42.52 PM

Ég er mikið búin að nota maskarann síðan ég prófaði hann fyrst og ég er mjög lukkuleg með hann. Formúlan endist vel, augnhárin mín verða þykk og þétt og mér finnst þau ramma augun mín mjög fallega inn. Margir svona þykkingarmaskarar finnst mér smitast aðeins yfir daginn mér finnst þessi ekki vera þannig – ekki jafn slæmur og margir alla vega. Það smitast alveg aðeins en ekkert sem ég myndi setja fyrir mig og ekkert sem myndi koma í veg fyrir að ég myndi nota hann. Þetta er auðvitað ekki vatnsheld formúla og ef ég væri t.d. alltaf með eyeliner í kringum augun myndi ég ekkert taka eftir neinu. Ég hef svo ekkert orðið vör við það að formúlan hrynji.

Í lýsingu um þennan maskara segir að hann muni auka umfang augnháranna margfalt og mér finnst hann alveg vera að standa sig í stykkinu.

Hér sjáið þið maskarann en mér finnst umbúðirnar einstaklega flottar og stílhreinar. Svart passar líka við allt og í allar snyrtibuddur :)

Mér finnst líka gaman að skoða burstann vel því hann mjókkar útí endunum sem gamli Colossal burstinn gerir ekki. Sem gerir það að verkum að mér finnst auðveldara að komast að augnhárunum sem eru yst í augnkrókunum svo það er auðveldara að komast litlu hárunum en löngu hárin ná að fanga öll löngu hárin mín og lengja þau vel um leið eins og sést vel á Instagram myndinni.

leathermayb8

Hér sjáið þið hlið við hlið maskarana – upprunalega Go Extreme! sem er venjulegur svartur og svo Leather Black. Hjá Maybelline er yfirleitt óskrifuð regla að extra svörtu formúlurnar séu eins og upprunalegi maskarinn en litur formúlunnar er gefinn til greina með svörtum stöfum eða svörtum umbúðum eins og hér. Á möskurunum með vatnsheldri formúlu er nafn maskarans yfirleitt stafað með bláum stöfum.

Hér fyrir neðan sjáið þið muninn á litunum…

leathermayb6

Fyrir ofan er venjulega svarta formúlan sem þið sjáið að virðist grá við hliðiná Leather Black formúlunni. Hún er þó ekki grá – hún er alveg svört hin er bara extra svört og ekki með eins miklum glans sem getur blekkt. Með svona extra svarta maskara verðið þið þó að hafa í huga að þær formúlur geta ert viðkvæm augu – ef þið eruð t.d. með linsur eða sérstaklega þur og viðkvæm augu þá ættuð þið frekar að velja venjulega svarta maskarann.

leathermayb3

Hér eru svo aðeins betri myndir af mér með maskarann bara á öðru auganu. Augnhárin mín fá að njóta sín mjög vel og ég er sérstaklega hrifin af því hvað burstinn gerir úr neðri augnhárunum mínum – verða dáldið dúkkuleg og innrömmunin verður einhvern vegin skemmtilegri þar sem augun verða einhvern vegin opnari.

leathermayb4

Svo auðvitað hérna báðum megin ;)

leathermayb

Ég er bara nokkuð lukkuleg með þennan maskara og extra svarti liturinn gefur augunum mjög fallega umgjörð. Með maskara eins og þennan sem eru með extra svartri formúlu finnst mér líka óþarfi að vera endilega með eyeliner eða eitthvað á augnlokunum því maskarinn einn og sér stendur algjörlega fyrir sínu. Mikil og áberandi augnhár eru eitt af förðunartrendum haustsins og þessi smellpassar inní það trend – þetta er líka svona fullkominn maskari til að nota með gerviaugnhárum til að greiða vel ykkar augnhár og gerviaugnhárin saman.

Mæli með þessum frá Maybelline og ef þið eruð eins og ég ekki hrifnar af þessum upprunalega gula með fjólubláu stöfunum gefið þessum séns ég er alla vega lukkuleg með að hafa gert það. Ekki misskilja mig samt ég hef ekkert á móti gamla góða Colossalnum enda er hann einn vinsælasti maskarinn í heiminum hann hentar bara ekki mér og mínum augnhárum – það væri nú líka fullkomlega óeðlilegt ef allt hentaði öllum ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

OPI Peanuts Giveaway

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Inga Rós Gunnarsdóttir

    29. October 2014

    Akkúrat öfugt hjá mér. Fíla upprunalega Colossal en þessi olli mér vonbrigðum. Finnst hann ekki grípa augnhárin nógu vel og það fer svo lítil formúla á hárin að ég þarf að setja margar umferðir til að ná að byggja hann e-ð upp…en ég er þannig týpa að ég vil mikinn maskara þannig að ég elska þá sem gefa stór og mikil augnhár strax í fyrstu umferð :) Hann er mun flottari á þér sé ég, það er alveg rétt að eitt hentar ekki öllum!

    • Reykjavík Fashion Journal

      29. October 2014

      Haha það er einmitt það sem mér finnst um gamla góða;) en nákvæmlega! Það væri nú ansi leiðinlegt ef allir væru eins þá væri ekki til svona frábært úrval af dásamlegum möskurum:):)

  2. Herdís

    29. October 2014

    Elska venjulega Colossal maskarann, hef nær eingöngu notað hann í nokkur ár. Rocket maskarinn finnst mér glataður því eftir nokkra (jafnvel bara tvo) klukkutíma lít ég út eins og pandabjörn, hann smitast svo rosalega. Almennt séð finnst mér Maybelline samt framúrskarandi þegar kemur að maskörum :)