fbpx

Fylgihlutirnir mínir

FallegtFylgihlutir

Dags daglega er ég ekki mikið fyrir að vera með skart á mér – satt best að segja er ég reyndar alls engin skart manneskja en ég hef svona komið mér upp nokkrum klassískum fylgihlutum sem ég nota alltaf. Fylgihlutum sem eru mér kærir og eru bara ofboðslega klassískir og stílhreinir.

dwur

Giftingahringurinn er auðvitað einn af þeim nýrri, ég skipti trúlofunarhringnum út fyrir þennan glæsilega grip sem við hjónin settum upp fyrir þremur vikum síðan. Við vildum bæði bara voða klassískan hring og fengum okkar hjá gullsmiði hér í hverfinu.

dwur4

Úrið mitt frá Daniel Wellington er svo komið og það fór beint á úlnliðinn hjá mér. Úrið hafði verið lengi á óskalistanum, ég valdi mér svarta leðuról og gyllt úr svo það myndi nú smellpassa líka við giftingahringinn. Mikið er ég ánægð með þetta fallega úr sem ég hef fengið mikið af hrósum fyrir undanfarið. Þetta nota ég líka mjög oft utan yfir ermar til að sýna það nú vel, sérstaklega þegar ég er í svona kósý flíkum að ofan finnst mér gaman að brjóta þær upp með úrinu. Úrið fékk ég að gjöf frá Daniel Wellington.

Hálsmenið er mér svo mjög kært. Hér eru stafir sona minna – Tinna og Tuma – hálsmenið fékk ég í jólagjöf frá strákunum en ég hafði hvíslað að pabba þeirra að mig langaði voða mikið í svona. Hálsmenin fást hjá henni Linneu minni í Petit.is og þau eru svo sannarlega stíhrein og falleg. Ég var með þetta á brúðkaupsdaginn til að hafa hluta af strákunum okkar hjá mér. Það var svo mikið ekki ég að vera með einhverja skartgripi á brúðkaupsdaginn, ég keypti meirað segja eyrnalokka fyrir daginn og setti upp þegar ég var komin í kjólinn, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár. En það var bara svo mikið ekki ég svo ég reif þá úr stuttu fyrir athöfnina… ;)

dwur7

Ef ykkur langar í svona fallegt Daniel Wellington úr þá endilega nýtið ykkur afsláttarkóðann minn – reykjavik-fashion – sem gildir út 29. febrúar sem veitir 15% afslátt af öllum vörum á heimasíðu úranna – danielwellington.com!

Þeir eru nú ekki fleiri fylgihlutirnir mínir, ég er voðalega einföld í vali á þeim. Ég held oft að ég hafi bara svona klárað minn skammt af skartnotkun á menntaskólaárunum. Nú kýs ég bara voða einfalda hluti.

Ein svona ljúf sunnudagsfærsla – vona að þið eigið yndislegan dag!

Erna Hrund

Nýtt lúkk á Snapchat!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Birna Thorkelsdottir

    24. January 2016

    Fallegir fylgihlutir :) og vá hvað mig langar í svona hálsmen með stöfum stelpnanna minna, ótrúlega sætt <3

    • Birna Thorkelsdottir

      24. January 2016

      Veistu hvar er hægt að finna hálsmenin á síðunni þeirra? :)

        • Birna Thorkelsdottir

          3. February 2016

          Æði takk fyrir svarið, ég kíki auðvitað bara í búðina til þeirra :)

          Kær kveðja
          Birna

  2. Ása

    25. January 2016

    Hvaða naglalakk er þetta?