fbpx

FW14 Förðunartrend #1

Ég Mæli MeðFallegtFashionFW2014Makeup ArtistStíllTrend

Ætli það sé nú ekki kominn tími til að fara aðeins yfir hvaða förðunartrend spekingarnir útí heimi og ég erum sammála um að verði áberandi núna í vetur. Ég hef þó komist að því að það er alls ekki alltaf að marka tískusýningarnar þegar kemur að förðunartrendum heldur eru þær meira svona vísbendingar fyrir það sem koma skal. Ástæðan fyrir því held ég að sé einfaldlega sú að við þurfum aðeins að fá að venjast þessum förðunartrendum :)

En eitt trend held ég að allir séu sammála um og það eru flottar og villtar augabrúnir. Ég held við séum margar búnar að læra það af reynslunni að það að plokka augabrúnirnar of mikið er ekki besta hugmynd í heimi og að hætta því er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Stundum gríp ég hann þó þegar mér finnst augabrúnirnar mínar orðnar grunsamlega nánar um mitt andlit – það vil ég bara eiginlega alls ekki;)

Auðvitað er smekkur manna misjafn og það sama má segja um augabrúnirnar. Trend haustsins er ekki ein tegund af augabrúnum heldur er trendið að ýkja og styrkja helstu einkenni þinna augabrúna.

Vegna áframhaldandi vinsælda fyrirsætna eins og Cöru Delevingne hafa flottar augabrúnir náð að festa sig sem trend og í dag er orðinn ómissandi partur af förðunarútínu margra kvenna að móta og þétta augabrúnirnar sínar. Öllu má þó ofgera og ég persónulega heillast ekki af of mótuðum augabrúnum. Mögulega af því það fer mér ekki ég verð eins og skessa í framan og hræði fólk í kringum mig. En með hjálp réttu tækninnar og réttu varanna þá er leikur einn að ýkja ykkar náttúrulegu augabrúnir.

Hafið þessi atriði í huga:

  • Þegar þið kaupið ykkur vöru til að móta augabrúnirnar passið þá uppá litaval. Hugsið er tónninn í litnum réttur fyrir mig og mitt litarhaft? Oft stendur valið á milli kaldra og heitra tóna og það getur farið illa ef þið hittið á vitlausan tón. Fáið að bera tester á handabakið ykkar og berið upp við andlitið og sjáið hvort tónninn hæfir ykkur.
  • Ef þið notið t.d. blýant til að móta augbrúnirnar notið þá eyrnapinna til að má út útlínur augabrúnanna sem þið mótið. Nuttið honum létt yfir augabrúnirnar til að draga úr litnum og mýkja hann. Augabrúnirnar ykkar verða þéttari og náttúrulegri og gefa mjúka áferð yfir andlitið.
  • Ef þið notið púðurliti til að móta augabrúnirnar ykkar þá mæli ég með því að þið notið skáskorin þunnan eyelinerpensil í verkið. Pensillinn gefur svo fallega mótun og þeir eru svo þægilegir í notkun. Ég myndi þó reyndar alltaf líka vera með eyrnapinna við hönd til að mýkja útlínurnar en kannski er það bara ég.
  • Ekki nota alltof dökkan litatón. Ef þið eruð með ljósar augabrúnir og viljið bara rétt ýkja þær svona dags daglega þá ættuð þið að skoða að nota eins ljósbrúnan blýant og þið getið. Í dag er sem betur fer frábært úrval af augabrúnavörum fyrir sem flestar konur og merki eru yfirleitt með sérstakar augabrúnavörur fyrir ljóshærðar, dökkhærðar og rauðhærðar konur.

Að lokum eru hér nokkrar af mínum uppáhalds augabrúna vörum til að mögulega gefa ykkur nokkrar hugmyndir.

augabrúnirFleiri trend verða tilkynnt á næstunni… – en mér fannst þó best að byrja á þessu þar sem ég er einn helsti aðdáandi Brooke Shields augabrúnanna sem mér er að takast loksins að safna í og þá eru þær akkurat í tískunni:)

Annars er ég mjög spennt að segja ykkur í næstu viku frá vöru sem hraðar vexti augnháranna – en frá sama merki er væntanleg vara sem fær augabrúnirnar til að vaxa hraðar. Þetta eru eflaust gleðifréttir fyrir margar konur sem eru með hægan hárvöxt í augabrúnunum og vilja þétta augnhárin – nú getið þið losað ykkur við gyllinæðakremið og prófað vöru sem kemur á óvart.

EH

Justin felur sig í VILA Smáralind!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helena

    22. August 2014

    er eitthvað sem maður getur gert til að hraða vextinum þegar maður er að “fylla uppí”? Ég er reyndar með mjög hraðan hárvöxt og þarf alltaf að vera plokka mig en hárin vaxa auðvitað ekki neitt þar sem vantar hár.