fbpx

Fullkomnar nude neglur

Ég Mæli MeðFallegtMakeup TipsneglurOPI

Ég held í alvörunni að Brazil línan frá OPI sé ein sú flottasta sem hefur komið frá merkinu. Alla vega dauðlangar mig til að eiga alla liti en síðan ég sýndi ykkur fyrstu átta litina sem ég eignaðist hef ég bætt þremur við í safnið. Einn er mjög sumarlegur, annar dökkur (vínrauður) og svo þessi hér….neglurnude

Naglalakk: OPI, Don’t Bossa Nova Me Around

neglurnude2Sjúkur litur sem ég er virkilega ángæð með. Það besta við hann er sá að liturinn er mjög þéttur. Þetta er ekki svona létt, ljóst lakk sem þarf margar umferðir af svo liturinn verði þéttur. Það er nánast nóg að vera með eina umferð en ég setti samt tvær.

Um leið notaði ég tímann til að prófa sniðugt yfirlakk frá OPI sem heitir RapiDry. Þetta er yfirlakk sem flýtir fyrir þornun lakksins. Án djóks þegar ég var búin að setja á báðar hendurnar þá voru neglurnar á fyrri hendinni þurrar. Ásamt þessum fallega glans sem kom á neglurnar minnti áferðin á svona gel áferð. Yfirlakkið eykur líka endingu naglalakksins – ég setti þennan lit á mig á föstudagskvöldið og liturinn er enn alveg heill núna. Það eru fleiri merki sem eru með svona yfirlökk líka sem ég hef prófað og virka mjög vel, t.d. Dior og L’Oreal. Það er eiginlega nauðsynlegt að eiga svona yfirlakk – alla vega eitt stykki ef þið eruð mikið með naglalökk og hafið kannski ekki alltaf tíma til að bíða eftir að það þornar. Venjulega er strax farið að klofna uppúr lakkinu hjá mér – ég fer alls ekki varlega þó svo ég sé með naglalakk á fingrunum.

Mæli með þessum lit – hann er líka svolítið brúðkaupslegur ef einhverjar af ykkur eru verðandi brúðir :)

EH

Hápunktar Óskarsins & rauði dregillinn

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Bylgja Dögg

    3. March 2014

    Ég er nýbúin að kaupa mér þetta yfirlakk og mér finnst það æði. Nota það yfir öll lökk og þau þorna mjög fljótt! Algjört möst fyrir allar naglalakkapíur ;)