Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir þriðjudeginum – þá ætla ég í samstarfi við Maybelline hér á Íslandi að kenna förðunarnámskeið í tilefni 100 ára afmælis merkisins. Ég hef sjaldan farið leynt með hrifningu mína af merkinu en það á sinn stað í hjarta mínu þar sem ég hef mikið unnið með þessar frábæru vörur. Mér finnst því alveg sérstaklega gaman að fá að taka þátt í hátíðarhöldum ársins.
Námskeiðið fer frá í versluninni Kjólar & Konfekt á Laugavegi 92 og það er FRÍTT! Ég lofa góðum ráðum, léttum veitingum og fallegum og einföldum förðunum sem henta við hin ýmsu tækifæri.
Á myndinni hér fyrir neðan getið þið aðeins lesið ykkur meira til…
Ég ætla að sýna tvær farðanir og er svona nokkurn vegin búin að hanna þær í huganum og mig langar að segja ykkur aðeins frá þeim svo þið vitið kannski hvað þið eruð að fara útí.
Náttúrulegt og klassískt
Mig langar með þessu lúkki að kenna ykkur að gera hinn fullkomna grunn, kenna ykkur ráð um hvernig á að gera áferð húðarinnar lýtalausa, fallega og náttúrulega. Falleg dagförðun sem hentar í skóla og vinnu og er flottur grunnur fyrir meiri farðanir.
Smokey kvöldförðun
Ég ætla að sýna hvernig þið getið breytt náttúrulegu förðuninni í kvöldlúkk með mjög einföldum aðferðum. Ég ætla þá að gera smokey augnförðun með bæði púður augnskuggum og Color Tattoo krem augnskuggunum sem eru svo dásamlegir, bæta á maskarann og sýna fullkomnar Kylie Jenner varir við!
Eyeliner með spíss og bjartar varir
Ég veit nú ekki alveg hvað ég ætti að kalla þetta lúkk nema bara það sem það er. Þetta er klassískt lúkk sem hentar við fjölda mörg tilefni. Einn af mínum uppáhalds blautu eyelinerunum er Master Precise frá Maybelline og ég nota hann nánast undantekningarlaust alltaf þegar ég er að farða. Svo pörum við linerinn við flottan varalit.
Ef ykkur líst vel á þetta og eigið lausa stund á þriðjudagskvöld þá hvet ég sem flestar ykkar til að skrá ykkur sem fyrst með því að senda póst á maybelline@olgerdin.is – það komast færri að en vilja og ekki amalegt að fá frítt námskeið.
Hlakka til að sjá ykkur!
EH
Skrifa Innlegg