fbpx

Freknur

FyrirsæturHúðInnblásturTrend

Freknur veita mér innblástur í dag – tumblr_mowlnvQaTa1qiis88o1_500 01a3d81f0926585860ff8ef66cb91ace ad39ba708977e66c4f6541889a2c0ddc 0dbc63b04183c138298079afd6335607 3fb15a6431f323e64c7615cddb0bac4c 115b7a5d4baafbe9cfc65d3b6fadfa3f 632c5bd6ee2696e46839efb47d90bf12 4507ee1a5fe73af80e641d7ff0a256e1 34788ace31a97ff1e4ce0916ab1424c4 1490439a3aefcb559099171a169d3111Fallega Brynja Jónbjarnadóttir – hér neðst en myndina af henni rakst ég á á Pinterest rúnti í gærkvöldi. Annars eru myndirnar þaðan, af tumblr og úr desktop möppunni.

Mér finnst alltaf svo frísklegt að vera með freknur. Ég er ansi ánægð með mínar sem birtust núna í byrjun sumars. Ég hef ekki verið gjörn á að fá mikið af freknum en mér dettur helst í hug að hormónarnir séu að koma þessari freknufjölgun af stað. En það er mjög algengt að konur fái alls konar hormónabletti á húðina í kjölfar meðgöngu.

Ef þið eruð ekki svo heppnar að fá freknur og langar að prófa þá er einfalt að gera það með sjáfbrúnku. Þið setjið sjálfbrúnkukrem á tannbursta og spreyið yfir andlitið með því að draga fingur yfir hárin á burstanum. Passið svo bara að fikta ekki í húðinni í sirka 20 mínútur eftir á svo þið eyðileggið ekki doppurnar.

EH

Bloggáskorun #6 - nýjustu snyrtivörurnar

Skrifa Innlegg