fbpx

Freaky! – Naglalökk sem breyta um lit!

Ég Mæli MeðneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég var að fá að prófa alveg ótrúlega nýjung í naglalökkum – naglalökk sem breyta um lit! Liturinn á lökkunum breytist eftir því hvort manni sé heitt eða kalt.

Þetta er  eiginlega dáldið freaky en alveg ótrúlega magnað. Ég prófaði tvö lökk í gær og tók þau upp til að sýna ykkur. Mér var reyndar ótrúlega kalt á höndunum svo þegar ég dýfði fingrunum í heitt vatn þá breyttist liturinn eiginlega strax aftur í kalda litinn og það kemur smá svona ombre áferð á hann þegar liturinn er að breytast.

Fyrst prófaði ég lakk sem er mosagrænt þegar það er kalt en verður lime grænt þegar það hitnar. Sjón er sögu ríkari svo ég hvet ykkur til að kíkja á þessi video:

neglurbreyttHér er liturinn kaldur – fallegur mosagrænn litur. Lökkin gefa ótrúlega þéttan lit og fallega áferð.neglurbreytt2Hér er ég búin að dýfa nöglunum í heitt vatn en af því mér varð svo kalt þá er kaldi liturinn smám saman að færast yfir neglurnar aftur!neglurbreytt4

Svo prófaði ég bleikt lakk með glimmerögnum og sandáferð. Lakkið var alveg bleikt þegar það var kalt en það var eins og bleiki liturinn hyrfi þegar neglurnar urðu heitar og eftir voru flottar ljósar glimmeragnir.

neglurbreytt3'Hér sjáið þið heita litinn og kalda litinn að birtast á nöglunum þar sem ég skalf af kulda af einhverjum ástæðum þegar ég var að testa lökkin:)

Svo eru til fullt af fleiri litum  sem ég hlakka til að prófa. Ég var búin að sjá video hjá einni með lökkin þar sem hún sýndi hvernig þau breyttust en ég trúði því eiginlega ekki fyr en ég sá þetta með mínum eigin augum. Alveg magnað og spennandi nýjung í naglalakkaflóruna á Íslandi!

Ég segi ykkur meira um lökkin innan skamms, frá merkinu og hvar þið getið keypt svona skemmtileg naglalökk:)

EH

Næsta sýnikennsluvideo...

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sirra

    13. March 2014

    Þetta er magnað!!! hlakka til að prófa :)

  2. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    14. March 2014

    Ég verð að eignast svona!!!!!!!

  3. Eva

    14. March 2014

    vááá þetta er aðeins of skemmtilegt! Ég verð að eignast svona.