fbpx

Framandi Munstur og Fallegar Yfirhafnir

Fyrir HannTrend

Það er mikið fjör í Milan þessa dagana þar sem tískusýningar sem sýna það heitasta fyrir herrana í haust standa yfir. Í gær fór fram sýningin frá Buberry Prorsum og ef þið fylgist vel með RFJ þá ættuð þið nú nokkurn vegin að vera með það á hreinu að það merki er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sé oftast ekki sólina fyrir yfirhönnuðinu Christopher Bailey.

Bailey er einstaklega hæfileikur í að sníða fallegar flíkur og þær sem þið sjáið hér að neðan eru gott dæmi um hæfileika hans.

Línan einkennist að sjálfsögðu af flottum yfirhöfnum sem er það sem tískuhúsið er þekktast fyrir. Klassíska Burberry munstrið blandast með fallegum brúnum tónum og dýramunstur koma sterk inn hjá þessu breska tískuhúsi. Támjóir skór, munstruð sólgleraugu og fallegar leðurtöskur við beinsniðnar buxur er það sem koma skal hjá herrunum í haust.

Vel sniðnar flíkur eins og þessi jakkaföt er einn af helstu styrkleikum Christophers Bailey.

Uppáhalds dressið mitt! – Yfirhöfnin er fullkomin, stílhrein og flott og lítur út fyrir að vera einstaklega þæginleg.

Fallegar töskur fylgdu flestum niður pallinn.

Sterki rauði liturinn var ábernandi í sýningunni – inná milli fallegu brúnu náttúrulegu litanna.

Mér finnst flott að sjá þessa fallegu herramenn í dýramunstri þó svo ég viti ekki alveg hvaða týpa af karlmanni myndi klæðast þessum flíkum þá er ég nú alveg viss um að minn maður myndi ekki gera það. En ef Hr. Bailey sendir okkur 1 stk þá lofa ég því að ég skal klæðast henni!

Falleg smáatriði á jakkanum.

Það var mikið um þetta hjartamunstur í flíkunum sem komu niður pallinn.

Fallegur regnfrakki – mig langar í!

Mixuð munstur – takið líka eftir flottu támjóu skónnum.

Myndir: style.com

Herratískuvikan er góð upphitun fyrir þær sem mér finnst skemmtilegastar sem hefjast á næstunni. Ég stefni á að koma aftur af fullum krafti eftir gott orlof þann 7. febrúar – og fyrir þær sem eru með það á hreinu þá er það sama dag og tískuvikan hefst í NY – get ekki beðið!

En hvernig líst ykkur á herratískuna frá Burberry Prorsum?

EH

Life is but a dream - Beyonce

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Lóa

  14. January 2013

  Margt athyglisvert, en talandi um sniðin, mér finnst jakkafatajakkarnir vera einu númeri of litlir:)

 2. Elín Lovísa

  14. January 2013

  vávávívá! þetta er geðveikt flott! Vil að Pési eigi allt í þessari línu;)

 3. Halla

  16. January 2013

  Mjōg fallegt.