fbpx

Frá deginum okkar

BrúðkaupLífið MittTinni & Tumi

Mig langaði svo að deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum okkar Aðalsteins um helgina. Ég lofa að sýna meira og segja betur frá seinna en ég er nú þegar búin að fá heilmikið af fyrirspurnum og ég lofa að svara en ég er bara enn dáldið mikið að njóta eins og staðan er nú svo ég svara kannski ekki alveg strax – afsakið það ;)

En hún Andrea mín Magnúsdóttir sem hannaði kjólinn minn var svo yndisleg að taka upp alveg helling fyrir okkur og deila með inná snappið mitt. Fyrir ykkur sem misstuð af því þá langaði mig að leyfa ykkur að sjá myndirnar hér þó svo videoin vanti reyndar.

IMG_1531

Við þurftum aðeins að bíða eftir að stúdíóið losnaði en sá tími var vel nýttur í smá snappmyndatöku…

IMG_1528

Mamman og Tinni Snær sem var ekki að nenna þessu enda var hann á leið í partý.

IMG_1527

Pabbinn að koma Tinna Snæ í fínu NIKE skónna sína.

IMG_1532

Tinni Snær sagði við mg að ég hefði verið eins og prinsessa – mikið fannst mér yndislegt að heyra það, ég á svo yndislegan strák*

IMG_1567

Við vorum með alveg einstaklega góðan og rándýran aðstoðarmann í myndatökunni sem passaði…

IMG_1566

Má ég kynna Andreu Poppins! Hún hannar ekki bara og saumar hún er algjör barnagæla og alveg ómetanleg að eiga að!

IMG_1565

Sætustu feðgar í heimi! Eigum við eitthvað að ræða hvað þeir eru alveg eins!

IMG_1564

Fallegastur mömmu sín.

IMG_1558

Hjónin þurftu alltaf að vera að kyssast ég fæ bara ekki nóg af yndislega eiginmanninum mínum!

IMG_1560

Svo inná milli þarf maður nú að gefa brjóst :)

IMG_1563

Þessi tók hlutverki sínu sem hringaberi mjög alvarlega og hann tók líka fulla ábyrgð á því að passa uppá blómvöndinn.

IMG_1530

Tinni Snær og mamma sín.

IMG_1533

Litill blómadrengur:)

IMG_1549

Fallegasti og besti ljósmyndarinn!!

IMG_1554

Litli krúttkallinn minn sem klæddist heilgalla frá Petit.is á þessum dásamlega degi.

IMG_1555

Fjölskylda***

IMG_1550

Stuð í myndatöku!

IMG_1551

Fleiri kossar :)

IMG_1548

Sjáiði hvað ég er heppin með alla þessa fallegu stráka***

IMG_1553

It’s a WRAP!

Mig langaði svona alla vega að setja inn smá brot af því sem fram fór. Sjálf get ég ekki beðið eftir að fá myndirnar frá Aldísi í hendurnar og þá sérstaklega þær sem voru teknar hér úti í garði í athöfninni sjálfri. Það eru eflaust ekki margir sem ganga svo langt eins og við og leggja í útibrúðkaup 2. janúar. Við gerðum það þó og það var alveg fullkomið í alla staði!

Erna Hrund 

Ég ætla að verða besta útgáfan af sjálfri mér!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Lóa

    5. January 2016

    Yndislegar myndir

  2. Guðrún

    5. January 2016

    Innilega til hamingju, yndislegar myndir.

  3. Elísabet Gunnars

    5. January 2016

    Það var svo gaman að fá að vera með í beinni í gegnum snap. Þið eruð öll stórglæsileg. Til hamingju aftur <3

  4. Sirra Guðnadóttir

    5. January 2016

    Fæ bara gæsahúð að skoða þessar fallegu myndir! Þessi dagur var fullkominn og vá hvað var gaman að fá að taka þátt í honum :* athöfnin toppaði allt! knús :*

  5. Guðbjörg Úlfarsdóttir

    5. January 2016

    Yndislegar myndir

  6. Bylgja Dögg

    5. January 2016

    Innilega til hamingju með brúðkaupið ykkar. Yndislegt að fylgjast með ykkur á snappinu. Þið voruð glæsileg og kjólinn er æði