fbpx

Frá degi til kvölds með einum eyeliner

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Í framkvæmdunum sem standa yfir hefur gefist lítill sem enginn tími til að gera förðunarfærslur og hvað þá myndbönd… En þessu fer öllu senn að ljúka – vona ég. Ég fann þó örlítinn tíma eitt kvöldið á meðan Aðalsteinn eldaði og Tinni horfði á Elmi til að skella í smá förðunarmyndatöku.

Mig langaði að sýna ykkur hvernig þið getið á einfaldan hátt breytt dagförðun í kvöldförðun með einum augnskuggablýanti!

dagurogkvold6

Ég efast ekki um að það komi fyrir ykkur það sama og kemur reglulega fyrir mig – að ég sé að drífa mig eitthvert beint eftir vinnu – eitthvert þar sem ég verð að vera aðeins fínni.

Á daginn mála ég mig lítið sem ekkert ég passa yfirleitt bara uppá að húðin sé falleg, með náttúrulega skyggingu og smá roða. Ég nenni ekki að ferðast um dags daglega með fullt af snyrtivörum. Svo hér er tips frá mér um hvernig þið getið breytt einfaldri dagförðun í kvöldförðun á stuttum tíma með augnskuggablýant að vopni!

dagurogkvold13

Hér sjáið þið mína týpísku dagförðun og fyrir neðan vörurnar sem ég notaði í þetta sinn…

dagurogkvold2

Estée Lauder Double Wear All-Day Glow BB krem og BB ljómapenna Sólarpúður úr Aquatic línunni frá MAC Dream Touch kinnalitur frá Maybelline í bleikum litatón Stór púðurbursti úr sumarlínu Lancome Augabrúnablýantur frá L’Oreal Baby Lips varasalvi í bleiku frá Maybelline Sumptuous Infinite maskari frá Estée Lauder.

dagurogkvold

Hér er svo sá augnskuggablýanturinn sem breytir öllu – með nokkrum strokum!

Waterproof Eyeshadow Pencil frá Barry M í litnum Gun Metal – fæst HÉR á aðeins 1890kr.

dagurogkvold7

Blýanturinn er mjög mjúkur og ég set breiða línu meðfram augnhárunum og dreifi úr henni með förðunarblöndunarbursta. Ég dreifi úr litnum yfir allt augnlokið og ég set smoky áferð á blýantinn. Áferðina sjáið þið greinilega hér en smoky er eins og reykur – liturinn er þéttastur innst og deyr svo smám saman út. Þegar ég er búin að gera skygginguna þá bæti ég smá af lit meðfram augnhárunum og smudge-a hann örlítið til svo ég sé með skarpari skyggingu í kringum augun án þess að setja eyeliner. Ég set yfirleitt aldrei neitt undir augun en þið gætuð auðvitað gert þá og gerið þá bara alveg það sama meðfram neðri augnhárunum.

dagurogkvold5

Ég verð þó að vara ykkur við því að þar sem þetta er vatnsheldur augnskuggablýantur þá verðið þið að hafa hraðar hendur því hann þornar alveg á svona 20-30 sekúndum. Gerið eitt auga í einu – klárið alveg annað augað áður en þið byrjið á hinu. Annars lendiði í því að þið getið ekkert gert. Auk þess þurfið þið að nota augnhreinsi fyrir vatsnheldar förðunarvörur til að ná honum af.

barrym

Á fota.is þar sem Barry M vörurnar fást eru til alls konar skemmtilegir litir sem þið getið skoðað hér – auk þess sjáið þið Dazzle Dust duftin sem væru æðisleg yfir þessa blýanta. Ég hlakka líka til að prófa að blanda tveimur blýöntum í ólíkum litum saman og sjá hvort ég geti náð að búa til fallega augnförðun með einfaldri skyggingu með þeim.

Úr dagförðun í kvöldförðun með einum augnskuggablýanti – það gerist ekki mikið einfaldara en svona!

EH

Nýtt í fataskápnum: Pels

Skrifa Innlegg