Á föstudagskvöldið skelltum við unnustinn okkur á frumsýningu hjá Íslenska Dansflokknum en þetta var fyrsta sýningin þeirra á 40 ára starfsári flokksins. Ég hef ekkert vit á dans en þrátt fyrir það þá skemmti ég mér svo vel, ég meirað segja skellihló á tímabili.
Biðst afsökunar á lélegum myndgæðum – myndirnar voru teknar í miklum flýti nánast í dyragættinni á leiðinni út;)
Við erum alltaf á síðasta snúning þessa dagana því nú erum við að reyna að koma rútínu á lífið hjá Tinna svo það er ekki í boði að sofa eða drekka þegar hann vill. Áður en við fórum eyddum við klukkutíma í að svæfa drenginn svo hann fengi smá lúr fyrir kvöldið – drengurinn var ekki sammála þeirri ákvörðun foreldranna um að hann ætti að fara að sofa. Loks þegar það var komið þá stóð ég ráðalaus fyrir framan fataskápinn og sættist á eldrauðan kjól. Svo náði ég mér í uppáhalds puttaugnskuggann og hófst handa við að reyna að koma einhverju sæmilegu framan í mig. Mér fannst ég bara hafa náð góðu árangri;)
Húð:
Diorskin Nude BB krem, Tinted Eye Brightener frá Bobbi Brown, Terra Sun sólarpúður frá Maybelline, orange kinnalitur frá Guerlain.
Augu:
Color Tattoo í lit Permanent Taupe frá Maybelline, Million Lashes Excess maskari frá L’Oreal
Varir:
Perfect Rouge varalitur í lit RD514 frá Shiseido – sami og HÉR
Næst vona ég að ég fái aðeins meiri tíma til að hafa mig til – en kannski er þetta bara eitt af því sem maður þarf að venjast þegar maður er orðin mamma;)
EH
Skrifa Innlegg