Ég skemmti mér konunglega í fjöruferð sem við fórum í þegar við vorum stödd á Dragnsnesi yfir Hvítasunnuhelgina. Vá hvað það var gaman hjá mér – mig hafði lengi langað að vera með fallegar skeljar til sýnis á heimilinu og þarna týndi ég alls konar fallegar skeljar og flotta kuðunga – stóra sem smáa!
Þegar heim var komið þreif ég allt saman ótrúlega fel með heituvatni og skrúbbaði allt með uppþvottabursta og smá sápu. Svo raðaði ég þeim bara einhvern vegin í glæran blómavasa úr Ikea og þá varð þetta fína sumarlega gluggaskraut til.
Það var grenjandi rigning allan tíman en vá hvað það var hressandi að komast aðeins í kynni við sjávarloftið og svo sitt innra barn með því að týna skeljar og skoða ígulker og krossfiska.Ég mæli með fjöruferðum á Vestfjörðunum – við erum á leiðinni þangað seinna í sumar á ættarmót og ég er harðákveðin í því að finna mér fleiri skeljar!
EH
Skrifa Innlegg