Ég dýrka kremaugnskugga, það er svo auðvelt að nota þá, þeir blandast fallega, þeir eru frábær undirstaða fyrir púðuraugnskugga og það er nánast hægt að setja þá á augnlokið með fingrunum.
Með hjálp nokkurra nýrra lita í kremaugnskuggaúrvalinu hjá snyrtivörumerkinu Shiseido ákvað ég að setja saman fjögur mismunandi lúkk sem þið getið náð með kremaugnskuggum – og fingrunum!
Mér finnst þessi blái litur ótrúleg heillandi en hvenær er maður með svona rosalega bjartan augnskugga – alltof sjaldan en ég er að fýla þennan lit í botn. Ég ákvað að dreifa honum bara yfir augnlokið sjálf og leyfa neðri augnhárunum að vera í friði. Ég dúmpaði bara litnum uppvið augnhárin með einum fingri og notaði síðan hreinan fingur til að dreifa úr skugganum uppað globuslínunni.
Liturinn sem ég er með er nr. BL620
Hér er ég svo búin að gera alveg það sama og fyrir ofan nema með tveimur litum. Fyrst set ég ljósa litinn á innri helming augnloksins og svo dekkri tóninn í globuslínuna eiginlega bara í C í kringum miðsvæði augnanna. Svo blanda ég litunum saman með hreinum fingri. En af því ég vildi hafa ljósari litinn í aðahlutverki þurfti ég að bæta aðeins á hann yfir rauða tóninn.
Ljósari liturinn er nr. BE217 og sá rauði sem mér finnst sjúklega töff og ég á eftir að nota mikið er nr. RS321 – hann er hægt að hafa mun þéttari og dekkri en ég ákvað að hafa hann bara léttan og sumarlegan í þetta sinn.
Einn af nýju augnskuggunum er gulur og ég varð dáldið skelkuð þegar ég sá hann en svo ákvað ég að prófa eitt sem ég hafði ekki gert áður og það var að nota hann sem highlighter – guli tónninn verður eiginlega gylltur þegar hann er kominn á húðina og svo er bara að blanda honum. Ég setti reyndar mjög mikið af litnum svo hann sæist vel – það má endilega draga aðeins úr þessu. En litinn setti ég ofan á kinnbeinin og tengdi hann við svæðið undir augabrúnunum. Aftur setti ég þennan lit líka í svona C nema bara yfir stærra svæði en á lúkkinu fyrir ofan.
Guli liturinn er nr. YE216.
Hér sjáið þið svo ekta smoky förðun með dökkbrúnum og köldum lit. Mér finnst þessi litur alveg truflaður og hentar mínu litarhafti mjög vel. Ég ákvað að hafa litinn ekkert of þéttann, frekar dreifa vel úr litnum og mýkja hann vel til að ýkja enn frekar dramatíkina í kringum augun – mér finnst mér bara hafa tekist vel til. Aftur er hægt að hafa þennan lit ennþá þéttari og sterkari.
Liturinn er nr. BR623
Lúkkið hér fyrir ofan væri upplagt sem undistaða fyrir þéttara smoky og þá myndi ég bæta við púðuraugnskugga ofan á. Liturinn verður þá þéttari, flottari og endist betur.
Hér sjáið þið alla fínu litina sem voru að bætast í úrvalið hjá Shiseido og þessa dagana þá er auðvitað Tax Free í verslunum Hagkaupa einmitt þar sem þessir augnskuggar fást! Þessi bleiki neðst fyrir miðju á myndinni er held ég æðislegur kinnalitur ég var bara að fatta það núna þegar ég horfi á myndina ég þarf endilega að prófa það á morgun.
Formúlan er ótrúlega létt og þetta eru eiginlega bestu kremaugnskuggar sem ég hef prófað því þeir eru svo meðfærilegir svo einfalt að hafa létta þekju og sterka. Það er sansering í sumum litunum – mér finnst hún einhvern vegin ekki alltaf sú sama eftir litum. En ég nota þessa mikið í starfi þó ég eigi einn og einn uppáhalds lit í öðrum kremaugnskuggum en hjá Shseido er klárlega langbesta litaúrvalið;)
EH
Skrifa Innlegg