fbpx

Fjólublár maskari

AuguÉg Mæli MeðFashionLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaskarar

Það hefur vafalaust farið framhjá mörgum að eitt af heitustu sumartrendunum er litaður maskari. Hér á landinu okkar góða er nú ekki mikið úrval svo það er gott að vera útsjónarsöm með hjálp litafræðinnar.

Skvísurnar í Makeup Store voru svo elskulegar að leyfa mér að prófa bleika og bláa maskarann frá þeim. Er með í undirbúningi mjög svona framandi lúkk með þessum bleika sem ég er mjög hrifin af. Sjáið það þegar ég er almennilega komin aftur úr sumarfríinu mínu.

Ég ákvað að blanda saman þessum bláa við bleika og útkoman var fjólublár maskari! Það er um að gera að prófa sig áfram í að blanda saman litum. Fjólublái liturinn verður sýnilegur í trendum haustsins – miðað við það sem ég er að lesa mér til um – og hann fer okkur með brúnu augun vel. Ég reyndi að hafa litinn frekar dökkan en ég hefði getað haft hann ljósari með því að setja meira af bleika maskaranum. Ef ég hefði viljað hafa litinn skærari þá hefði ég líka geta sett hvítan lit undir maskarann til að gera litinn sterkari.

Ég skóf bara smá formúlu uppúr hvorum maskaranum fyrir sig og blandaði litunum saman þar til ég var ánægð með útkomuna. Svo notaði ég hreina maskaragreiðu til að bera litinn á augun. Hreinar maskaragreiður finnst mér best að kaupa á eBay en svo hreinsa ég oft líka maskaragreiður af möskurum sem eru búnir og nota þær áfram. Mér fannst við hæfi að smella á mig fínum bleiku varalit – þessi er nr. 904 frá Maybelline.

Hvet ykkur til að kíkja á fína úrvalið af lituðum möskurum hjá Makeup Store – þær eru líka með truflaðan túrkis lit sem er fullkomin fyrir bláeygðar skvísur;)

EH

Annað snilldarráð um hár

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. svana

    22. July 2013

    það eru til mjög flottir fjólubláir maskarar frá Yves Saint Laurent, Faux cils. Til í tveimur tónum, lengja, bretta og gefa fyllingu. Alveg mega flottir

  2. Anna

    24. July 2013

    Mig langar svo að athuga hvort þú vissir eitthvað um hvort CC krem frá loréal væri væntanlegt til landsins, það er algjört æði! Mitt er að klárast og ég er að panika

  3. Hlín

    25. July 2013

    Ég er með eldrautt hár og brún augu. Hvaða litur af maskara heldurðu að myndi passa best fyrir mig?

    • Ef ég fengi þig í makeup stólinn hjá mér þá myndi ég fyrst vilja prófa að setja á þig dökkbrúnan maskara – hann myndi fara vel við augnlitinn og hárið – yrði flott náttúrulegt lúkk! Ef þig langar að prófa lit segi ég dökkgrænan eða bláan ;) Þú ætti jafnvel að tékka á þessu túrkis bláa hjá Makeup Store :)