Vá hvað mér finnst gaman að skoða förðunarlúkkin frá Grammy verðlaunahátíðinni!! Það er greinilegt að allt er leyfilegt þegar kemur að tónlistarhátíðum og söngkonur eru ekki eins varkárar og leikkonur.
Eitt af förðunartrendum sumarsins var mjög áberandi en það er að nota gyllta tóna í förðun sem er mjög hlýlegt og smellpassar þegar hitinn er kominn til okkar. Mér fannst líka gaman að sjá hvað margar voru djarfar í vali á varalitum sem er heldur ekki algengt á kvikmyndaverðlaunahátíðunum ;)
Ég tók saman myndir af nokkrum flottum skvísum….
Sönkonan Lorde málar sig hér bara alveg eins og ég myndi sjálf gera við mig. Ótrúlega flott og ég er sjúk í varalitinn hennar – það kæmi mér alls ekki á óvart ef ég mögulega ætti þennan lit hérna heima ;)Kelly Osbourne er ótrúlega elegant með fjólublátt hár – sem er nú frekar ótrúlegt að geta sagt. Varaliturinn hennar fer henni virkilega vel og látlaus augnförðun með löngum gerviaugnhárum og eyeliner með spíss kemur mjög vel út. Æðislegt að vera með svona mattan varalit – það er eflaust til svona litur í Creamy Matte línunni frá Bobbi Brown :)Leikkonan Sarah Hylan er hér með virkilega frísklega förðun sem fer henni ótrúlega vel. Mér finnst helst kinnarnar hennar fallegar en ég er hrifin af miklum kinnalit eins og Sarah er með.Pink er mjög látlaus með nude litaðan varalit en fallega skyggingu um augun sem er líklegast fengin með því að smudge-a eyeliner meðfram globuslínunni útfrá eyeliner línunni. Virkilega vel gert.Beyonce er fáránlega flott – allt við útlitið hennar er fullkomið það er bara ekki hægt að segja neitt annað en það. Kjóllinn finnst mér líka sjúkur. Ég væri til í að eiga hann uppí skáp ;)Katy Perry er með látlausa förðun sem fer henni vel. Það er gaman að sjá svona náttúrulega og frísklega förðun á Katy en hún er ein þeirra sem nýtir sér gyllta förðunartrendið:)Takk fyrir kæra Taylor – það er gaman að sjá þig með eitthvað annað en eyeliner með spíss og rauðar varir. Virkilega flott og söngkonan miklu meiri töffari á rauða dreglinum en svo oft áður. Rita Ora átti kvöldið þegar kemur að förðunum alla vega – sjúkt fjóliblátt smoky lúkk og mattar bleikar varir. Langflottust að mínu mati – algjör töffari! Mér finnst alltaf gaman að sjá þegar brúnn litur er notaður sem base undir aðra augnskugga og sérstaklega dökka augnskugga – þetta er layndarmál sem ég verð að fara að segja ykkur betur frá. Ciara var ein þeirra sem notuðu gyllta litinn óspart en það fer söngkonunni ótrúlega vel og hún ljómar af náttúrulegri fegurð – vægast sagt.
Svona á að gera þetta elsku skvísur – það gefur enginn söngkonunum eftir þegar kemur að förðun greinilega. Mögulega er samt kannski bara allt í góðu að fara út fyrir þægindarammann á Grammy hátíðinni frekar en Golden Globes eða Óskarnum.
Rita Ora og Beyonce langflottastar að mínu mati – hvað finnst ykkur?
EH
Skrifa Innlegg