fbpx

Farðanirnar á Emmy verðlaunahátíðinni

FashionFræga Fólkið

Er ekki tilvalið að halda í hefðina og fara yfir farðanir rauða dregilsins á stórum verðlaunahátíðum. Ég ætla þó að eftirláta öðrum að fara yfir kjólana í þetta sinn þar sem ég hef nú aðeina meiri áhuga á því sem er að gerast í andliti stjarnanna.

Emmy verðlaunahátíðin var haldin hátíðlega í gær og stjörnurnar létu sig að sjálfsögðu ekki vanta. Ég tók hér saman þær farðanir sem mig langaði mest að skrifa um. Þær eru auðvitað talsvert fleiri en færslan yrði aðeins of löng ef ég ætlaði að skrifa um þær allar…

Hér er því það besta….

Kristen-Wiig

Kristen Wiig
Mér finnst þessi flotta leikkona alltaf vel til höfð og eitt af mínum uppáhalds heildarlúkkum. Náttúrulega hreyfingin í hárinu og flotta dularfulla smokey förðunin smellpassa saman.

Christina-Hendricks

Christina Hendricks
Ég er dáldið ráðvillt með hárið á henni – mögulega helst því mér þykir það bara ekki alveg vera í takt við hana. En förðunin er í náttúrulegri kantinum og ef hún hefði verið aðeins ýktar hefði hárið kannski virkað betur. Varirnar heilla mig alveg uppúr skónnum en barely there lúkkið er tilvalið fyrir okkur sem viljum ekki vera með alveg heavy lit á vörunum.

January-Jones

January Jones
Tvífarar sjónvarpsheima lúkkuðu eins og þær hefðu talað sig saman en báðar skörtuðu þær rauðum varalitum frá Chanel – þið sjáið tvífarann aðeins neðar. January leit samt virkilega vel út og förðunin er klassísk!

Kelly-Osbourne

Kelly Osbourne
Ein af topp þremur förðunum kvöldsins að mínu mati! Skvísan er bara alltaf flott og ekki skrítið að MAC hafi farið útí samstarf með Osbourne mæðgunum enda eru þær með eindæmum miklir töffarar!

Laverne-Cox

Laverne Cox
Elska þessa á sjónvarpskjánum og á rauða dreglinum. Falleg klassísk förðun
og húðin er alveg guðdómlega áferða falleg!

Natalie-Dormer

Natalie Dormer
Elska heilsdarlúkkið á þessari flottu leikkonu sem skartar einmitt einu af mínum uppáhalds naglalakkalitum fyrir haustið sem er svartur! Svo finnst mér metallic linerinn sem hún er með undir augunum ótrúlega flottur og tónar vel við bláu augun hennar.

Taylor-Schilling

Taylor Schilling
Ég er alltaf ótrúlega hrifin af Taylor og sérstaklega því að hún er yfirleitt með mjög náttúrulegar áherslur í förðuninni. Hún var fyrir stuttu á forsíðu uppáhalds Allure og svo falleg og náttúruleg. Elska augnförðunina og ljómann frá sanseringunni sem lýsir upp augnsvæðið.

Sarah-Hyland

Sarah Hyland
90’s makeup frá A-Ö! Áherslur 10 áratugarins eru sjáanlegar á húð, augabrúnum, vörum og augum og eiga vel við í upphafi haustsins. Dressið hennar Söruh var líka dásamlegt og heildarlúkkið smellpassaði allt saman.

Hayden-Panettiere

Hayden Panettiere
Leikkonan fallega geislaði á rauða dreglinum og frumsýndi fallegu kúluna sína. Húðin ljómar í stíl við
kjólinn og augu og varir trufla ekki.

Sofia-Vergara

Sofia Vergara
Dýrka þessa bombu sem er alltaf flott að mínu mati. Ég er sérstaklega heilluð af litatóninum á vörunum hennar ég verð endilega að finna mér einhvern svipaðan – ætli hann sé svo sem ekki í stóra safninu heima.

Lena-Dunham

Lena Dunham
Þessi er alltaf töff og ef hún heldur þessum stíl áfram verður hún alltaf á mínum topplista!

Gwen-Stefani

Gwen Stefani
Ég skransaði þegar ég sá þessa mynd af þessari flottu söngkonu… Ég er ekki að átta mig á því hvort hún hafi sett of mikið fyllingarefni í andlitið eða hvort ljóminn frá kjólnum sé aðeins of mikill. Eitt af tveimur lúkkum sem ég hristi hausinn yfir – ég fékk mig ekki til að hafa hitt með í þessari færslu en það var gott dæmi um að það er gott að hafa í huga að gæta
hófs þegar kemur að kvöldförðun…

Claire-Danes

Claire Danes
Já mér finnst hún og January Jones stundum alveg eins… en báðar tvær glæsilegar konur og rauðu varirnar fara litarhafti Claire einstaklega vel. Ein af mínum uppáhalds leikkonum frá því ég man eftir mér… :)

Julia-Roberts

Julia Robers
Andlit Lancome og alltaf jafn glæsileg! Elska litinn á kjólnum og hann tónar vel við ljósa hárið hennar. Förðunin er mjög settleg og náttúruleg en hefði mögulega mátt vera aðeins sterkari eyeliner í kringum augun.

Kerry-Washington

Kerry Washington
Flottasta förðun kvöldsins án efa!!! Hrikalega flott skvísa sem er alltaf djörf í litavali og það skilar henni alltaf á minn topplista. Ég dýrka þegar dökkar konur eru óhræddar í litavali því sterkir litir fara þeim svo vel. Elska augnförðunina hennar sem gera augun hennar alveg súkkulaði brún!

Minn topp 3 listi samanstendur því af Kerry Washington, Kristen Wiig og Kelly Osbourne – en þessar þrjár klikka sjaldan.

Hverjar eru á ykkar topplista?

EH

Glitrandi húðvörur í íslensku landslagi

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Inga Rós Gunnarsdóttir

    26. August 2014

    Kerry langflottust! Fíla 90’s meiköppið hennar Söruh Hyland en ég las að Sofia Vergara hefði verið með Cover Girl varalit númer 507 ;)

    • Heiðdís

      26. August 2014

      Ps. sjáðu myndir af Gwen Stefani frá Mtv VMA (aka the Beyonce show) kvöldinu áður; hún getur varla lokað né opnað augnlokin. Er að verða 45 ára og stórglæsileg alltaf, en hún er komin yfir í botox ríki Nicole Kidman. Sorglegt!

      • Inga Rós

        27. August 2014

        Er ég eina sem sé ekkert að lúkkinu hennar Gwen Stefani? Fannst hún flott á VMA’s og flott á Emmy verðlaununum…

        • Reykjavík Fashion Journal

          27. August 2014

          Mér finnst ekkert að lúkkinu – það var undarlega áferðin á húðinni sem greip mína athygli – förðunin sjálf var mjög vel gerð :)

  2. Helga Finns

    28. August 2014

    Claire Danes leyfir sér að eldast, bara fallegt!