fbpx

Elskum okkur eins og við erum

Lífið Mitt

Ég vona að þetta tónlistarmyndband frá söngkonunni Colbie Caillat hafi ekki farið framhjá ykkur eins og það hefur farið framhjá mér þangað til í kvöld… – þetta er eitthvað sem ég varð samstundis að setja hér inná síðuna hjá mér.

Besta ákvörðun sem ég hef nokkru sinni tekið er að elska sjálfa mig eins og ég er og að átta mig á því hvað ég er einstök af því það er bara til ein ég. Ef við ættum allar að vera alveg eins værum við allar alveg eins. Ef við ættum allar að vera eins málaðar væru bara til eitt af hverju í snyrtivörudeildum um heim allan. Ef við ættum að vera allar eins klæddar væri bara til ein fataverslun – þetta hljómar mögulega dáldið yfirborðskennt en mér finnst þetta ágætis dæmi…

Fögnum fjölbreytileikanum og kennum ungum jafnt sem eldri að þær eru fullkomnar eins og þær eru og hvetjum konur í kringum okkur að elska okkur og hættum að gera kröfur á aðra um að líta út á einhvern ákveðinn hátt – þetta á líka við um stráka.

Fallegur boðskapur á sunnudegi:)

EH

Ómissandi í snyrtibudduna síðustu 10 árin!

Skrifa Innlegg