Mig langar að segja ykkur frá og sýna ykkur nýja maskarann frá Make Up Store. Ég held ég sé búin að heyra hana Steinunni vinkonu mína dásama þennan maskara í sirka 4 mánuði núna alla vega en eftir að ég prófaði hann þá skil ég afhverju hún gat ekki hætt að tala um hann.
Ég tengi alltaf mikla litadýrð við Make Up Store og ég er t.d. mjög hrifin af lituðu maskaraformúlunum þeirra en ég hef samt aldrei notað maskara frá þeim að staðaldri fyr en þessi maskari rataði í snyrtibudduna mína. Maskarinn nefnist Volume mascara og kostar 4290kr í búðinni sem er staðsett í Smáralind.
Fyrir mín augnhár þá er þessi maskari snilld…
- Hann þykkir augnhárin án þess að klessa þau
- Hann lengir augnhárin – sbr. titillinn á færslunni mér líður í alvörunni eins og ég sé með köngulóalappir í kringum augun.
- Formúlan er mjúk svo augnhárin verða ekki þung og falla niður þegar líður á daginn heldur haldast þau uppi.
- Burstinn greiðir vel úr augnhárunum.
Það er þó einn galli við maskarann – umbúðirnar eru alveg svartar svo ég er stanslaust að týna honum í snyrtibuddunni minni – ég þarf að fjárfesta í nýrri sem er ekki kolsvört ;)
Á myndinni sem þið sjáið hér fyrir ofan er ég með eina umferð á augnhárunum hægra megin – vinstra megin er eru augnhárin hrein. Augnhárin verða ótrúlega náttúruleg og falleg eftir bara eina umferð og þykkingin sem er alveg uppvið rótina er ótrúlega þétt. Takið eftir því að það gæti alveg verið að ég væri með þunna eyelinerlínu meðfram efri augnhárunum en svo er ekki því lofa ég.Hér sjáið þið greiðuna betur sem er mjög þétt og með mörgum hárum. Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort greiðan minni mig á einhverja aðra greiðu í maskara sem er til nú þegar en ég hef ekki enn komist að niðurstöðu í þeim málum svo fyrir mér er þetta einstök greiða!
Dags daglega þá vil ég ekki vera með harða maskaraformúlu sem gerir augnhárin mín gervileg – ég reyni að forðast það eins og heitan eldinn. Það er í lagi þegar maður er með ofurdökka kvöldförðun þar sem aunghárin hverfa inní augnförðunina nema maður setji 5 umferðir af maskara :)
En með þennan maskara þá er sama hversu margar umferðir fara á augnhárin þau halda samt náttúrulegu útliti sínu að mínu mati er það helst liturinn sem dökknar, augnhár lengjast meira og þykkingin við rótina verður meiri. Hér er ég með tvær umferðir af maskara á augnhárunum.4290 kr fyrir maskara í dag telst nú ekki há upphæð og ég mæli algjörlega með honum ef þið eruð að leita ykkur að nýjum maskara. Reglulega eru svo klúbbkvöld hjá Make Up Store sem eru alltaf auglýst á Facebook síðu merksins HÉR og þá er klúbbmeðlimum boðið uppá sérstaka afslætti en þið getið skráð ykkur í klúbbinn í versluninni. Sjálf hef ég verið í klúbbnum síðan búðin opnaði hér á Íslandi árið 2006!
Munið þegar ég skrifaði um marmaraaugnskuggana frá merkinu sem voru að koma í sölu – ég birti líka myndir af Steinunni Eddu verslunarstjóra þar sem hún var að nota augnskuggana. Á neðri myndinni er hún einnig með þennan maskara og þið getið smellt HÉR til að sjá hvernig maskarinn kemur út á hennar augnhárum.
EH
Skrifa Innlegg