Ég á mann sem er ótrúlega duglegur að finna uppá nýjum uppskriftum og oftast þá einföldum sem smakkast svo dásamlega vel! Um daginn rakst hann á girnilega uppskrift af smjördeigspizzum ef svo má kalla þær…
Fólk sem þekkir mig veit að það er fátt sem ég elska meira en smjördeig ég gæti nánast étið það í öll mál. Eitt af því besta sem ég fæ er hnetusteik pökkuð inní smjördeig – ég vel þá alltaf hornið svo ég fái sem mest af deiginu :) Við ákváðum að prófa þennan einfalda rétt og keyptum 5 stk af frosnum deigplöttum sem fengu að þiðna í sirka 20 mín´
Ofan á deigið fór:
Skinka í fínni kantinum – Konfekttómatar – Pekanhnetur – Spínat – Fetaostur með hvítlauk
Snærinn minn var rosalega sáttur við matinn sem hann fékk að smakka smá af – litli kall er mikill matmaður og hefur greinilega erft ástina á smjördeigi frá móður sinni:)
Mæli með – hrikalega fljótlegt og einfalt. Við ætlum alla vega að gera þetta aftur helst þá með ferskum aspas!
EH
Skrifa Innlegg