fbpx

Einfalt og fullkomið

BrúðkaupFallegtFashionFræga FólkiðHúðStíll

Ein af mínum all time uppáhalds fashionístum gifti sig fyrir stuttu. Olivia Palermo og Johannes Huebl giftu sig við litla borgaralega athöfn. Parið hefur verið saman í tæp 7 ár og er svona eitt af þeim pörum sem maður lítur upp til.

Dress brúðarinnar greip athygli mína fyrir að vera ótrúlega einfalt, óvenjulegt og fullkomið. Það var eins og sniðið á brúðina sem geislaði eins og aldrei fyr.

article-2674047-1F3E33BB00000578-89_634x816

Olivia klæddist peysu úr strútafjöðrum, tjullpilsi og stuttbuxum innanundir. Dressið frá frá Carolinu Herrera en það gerir enginn pils eins og hún eða það finnst mér alla vega. Ég elska fallega munstrið og klaufina sem kemur að framan á pilsinu. Við kjólinn var hún í bláum Manolo Blahnik skóm – það sem toppaði einfaldleikann var svo hárið sem var í tagli og einfalda brúna augnförðunin. Þetta þarf alls ekki að vera flókið.

article-2674047-1F3E348700000578-988_634x765

Ég á í svo miklum erfiðleikum með að sjá fyrir mér brúðarkjólinn minn en hér er á ferðinni kona sem veitir mér mikinn innblástur og gefur mér góðar hugmyndir fyrir stóra daginn. Ég elska að skoða myndir frá brúðkaupum þessa dagana, fá innblástur og skrifa niður skemmtilegar bugmyndir. Bláu skórnir eru held ég í uppáhaldi við dressið.

Annars er ég búin að vera í mikilli afslöppun síðustu daga sem er nauðsynlegt stundum þarf að hlaða batteríin. En ég er með nóg skemmtilegt efni framundan áður en ég sting af í smá sumarfrí með strákunum mínum í júlí :)

En ég er svo ótrúlega þakklát fyrir frábæra þáttöku í Olay burstaleiknum sem fór fram úr mínum björtustu vonum og ég vona að sú heppna verði ánægð með sigurinn og verðlaunin og húðin hennar sérstaklega.

Til hamingju….

Screen Shot 2014-06-29 at 4.53.14 PM

 

Kæra Linda Kristín sendu mér endilega línu á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvert má senda burstann :)

EH

p.s. ég held það verði mikið af brúðkaupsinnblæstri á síðunni minni fram að stóra deginum sem enn er þó rúmt ár í. Ég held það verði skemmtileg viðbót á bloggið. Ég vona að þið munið hafa gaman af þar sem mig langar stundum eingöngu að skrifa um brúðkaup og allt sem því tengist :)

Annað dress: þessar eru komnar aftur!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Rósa

    29. June 2014

    Like á brúðkaupsblogg! Ég ligg yfir pinterest þessa dagana og reyni að fylla mig innblæstri fyrir stóra daginn okkar sem verður á næsta ári, alls ekki of snemma að byrja að pæla :)

  2. Margret Gísladóttir

    29. June 2014

    Flottar vörur!

  3. Helga

    29. June 2014

    Flott dress hjá Palermo – held samt að þau eigi eftir að halda eitthvað “big ass” brúðkaup á næstunni og þá muni hún fara “all in” ;)