fbpx

Einfaldlega Falleg

Lancome

Emma Watson er ein af mínum uppáhalds leikkonum – hún er með svo fallega nærveru í kvikmyndunum sínum og það virðist vera alveg sama í hvaða hlutverki hún er. Ég verð þó að viðurkenna að upphaflega var ég alveg ótrúlega öfundsjúk útí hana því sem mikill Harry Potter aðdáandi dreymdi mig um að leika Hermione. Að sjálfsögðu leið mér eins og hún hefði stolið af mér hlutverkinu.

Slúðrið á veraldarvefnum þessa dagana er sá að hún komi til með að leika aðalhlutverkið í myndum sem á að gera eftir Fifty Shades of Grey bókaseríunni. Ég kann þó best við hana á rauða dreglinum stíllinn hennar er svo flottur og ég var sérstaklega hrifin af henni þegar hún klippti af sér hárið eftir að tökum á seinustu HP myndinni lauk. Það sýndi mikið sjálfstraust. Hún er einnig  andlit snyrtivörumerkisins Lancome og situr mikið fyrir í herferðum fyrir breska tískuhúsið Burberry Prorsum.

Gullfalleg stelpa sem býr yfir fegurð sem heltekur mann – alla vega mig þegar ég fletti í gegnum tískublöðin.

EH

Ilmirnir okkar

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

    • ohh – var ekki búin að sjá þetta:) Las einhvers staðar að e-h tölvuhakkarar hafi hakkað sig inní tölvu einhvers af framleiðendum myndarinnar og séð nafnið hennar :D

  1. Unnur

    26. March 2013

    Svo sammála – hún er best!