fbpx

Ég er Völva DV í ár

Lífið Mitt

Ég skrifaði reyndar ekki völvuspánna eða kom nokkuð nálægt henni. En það tókst að plata mig til að vera andlit völvunnar í ár og þar af leiðandi er ég á forsíðu áramótablaðs DV í ár. Virkilega skemmtilegar myndir og myndatakan sjálf var mjög skrautleg og ég þurfti að kalla fram minn innri leikara þar sem andlitssvipirnir áttu að einkennast af skelfingu :)

Völvuspánna hef ég ekki enn komist í að lesa en ég hlakka til að fletta í gegnum blaðið þegar sonurinn sofnar í kvöld. Skemmtilegast finnst mér þó alltaf að sjá hvað það var sem rættist úr síðustu völvuspá :)

Screen Shot 2013-12-28 at 6.56.03 PM Screen Shot 2013-12-28 at 6.56.20 PM Screen Shot 2013-12-28 at 6.56.36 PM Screen Shot 2013-12-28 at 6.57.10 PM

Ég klæddist nýja jersey kjólnum mínum frá JÖR og ullarslá sem ég keypti fyrir mörgum árum á eBay :)

Skjáskot úr áramótablaði DV, meira HÉR.

Ljósmyndari: Sigtryggur Ari Jóhannsson fyrir DV.

Reyndar er ég komin af göldróttu fólki en langalangaamma mín var norn – án gríns! Svo kannski ég ætti að reyna fyrir mér í spádómum…? ;)

EH

Nýtt í fataskápnum

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    28. December 2013

    Var einmitt að spá hvort þú værir ekki pottþétt þú! Skemmtilegt!

  2. Viktoría H.

    28. December 2013

    Langflottust! virkilega sannfærandi svipir. Hlakka til að heyra þig falla í trans.

  3. Þóra Magnea

    28. December 2013

    Hún var nú ekki norn heldur er talað um að fólkið fyrir vestan – sérstaklega konurnar – væri göldrótt!

  4. Katrín

    29. December 2013

    Langaði að spurja þig mannstu hvað kjólinn kostar í JÖr bý út á landi og er svo sjúk í hann :)

  5. loa

    31. December 2013

    Æðislegar myndir :)