Ég á tvær góðar vinkonur og við þrjár náum að vinna ansi vel saman þó ég segi sjálf frá. Saman myndum við eitt gott draumateymi. Það versta er að við erum eiginlega alltof mikið í sitthvoru landinu. Ég vona þó að það breytist og að í sumar þá náum við einum góðum tökudegi – mér finnst það eiginlega bara möst!
Þetta eru þær Andrea Röfn fyrirsæta sem þið ættuð að þekkja HÉÐAN og Íris Björk ljósmyndari HÉR og HÉR. Uppáhalds myndþátturinn minn sem við höfum unnið saman er þessi sem þið sjáið hér fyrir neðan. Fyrir dálitlu síðan var ég mjög virk í því að föndra alls konar listaverk úr sokkabuxum – ég geri það enn þegar ég hef tíma til. Markmiðið með myndaþættinum var að nota bara sokkabuxur frá Oroblu og það tókst svona svakalega vel – fyrir utan eitt blúndusjal og græna kjólinn þá er allt sem þið sjáið hér fyrir neðan sokkabuxur….
Kögurhálsmenið sem þið sjáið hér á myndinni gerði ég sérstaklega úr sirka 20 sokkabuxum fyrir þessa myndatöku – ég er einmitt líka með það um hálsinn á Reykjavik Fashion Journal borðanum efst á síðunni.
Ljósmyndari: Íris Björk
Módel: Andrea Röfn
Hár og Förðun: ég
Stílisering: samvinnuverkefni okkar þriggja:)
Stelpur við verðum að framleiða fleiri svona fallegar myndir í sumar!
EH
Skrifa Innlegg