Unnustinn kom mér á óvart á föstudaginn þegar hann bókaði deitkvöld á laugardaginn var – reddaði pössun og allt en hafði ekki hugmynd um hvort ég væri laus. Ég hefði nú hætt við öll plön fyrir hann og sérstaklega þegar hann er svona rómantískur og reynir að koma mér á óvart – sem hann veit að ég er mjög hrifin af :)
Við fórum útað borða á veitingastaðnum KOL sem var að opna á Skólavörðustígnum. Frábær staður sem ég mæli eindregið með. Ótrúlega almennileg þjónusta, æðislegur matur og skemmtilega innréttað. Eitt sem kom mér sérstaklega á óvart var að við vorum spurð útí matarofnæmi áður en pöntunin var tekin. Þó ég sé nú ekki með merkilegra ofnæmi en fyrir bönunum og ananas þá vildu þau endilega vera með allt skráð hjá sér til öryggis – ég hef aldrei verið spurð útí þetta á veitingastöðum og ég kunni vel við þetta. Mér leið eins og þau vildu í alvörunni að upplifun okkar af staðnum væri sem best.
Við sátum á borði við eldhúsið – ég sat á móti því og mér fannst mjög gaman að fylgjast með þeim – ég datt stundum alveg út bara að fylgjast með girnilega matnum sem verið var að framreiða og truflaði þjónana reglulega til að fá að vita hvað væri á diskunum sem væru ekki fyrir okkur.
Forrétturinn sem við fengum okkur var nautakjöt á smjördeigsbollum. Við fengum þrjú stykki og deildum þeim, alveg passlegt.
Hoegaarden sem Aðalsteinn fékk sér. Þetta er hveitibjór sem Aðalsteinn var búinn að heyra frábæra hluti um og hann varð að smakka. Þetta er rugl stórt glas
Við fengum okkur bæði fisk hér sjáið þið Hlýrann – vá hvað þetta var gott. Ég fæ mér alltof sjaldan fisk þegar við förum fínt útað borða ég var svo ánægð með valið!
Eftirétturinn heitir Súkkulaði og hér sjáið þið súkkulaði með salthnetum og karmellu og kaffiís – vá svo gott en mögulega aðeins of mikill sykur. Við fengum okkur einn til að deila og það var meira en nóg:)
Skemmtileg vegglistin inná staðnum.
Kápa: AndreA Boutique
Kjóll: VILA
Sokkabuxur: Shock Up 60 den frá Oroblu
Sokkar: úr sumarlínu Oroblu
Skór: Bianco
Varir: Babylips í bleiku frá Maybelline
Dressmyndirnar voru reyndar ekki teknar sérstaklega fyrir bloggið heldur fyrir viðtal í norska tískutímaritinu Det Nye sem kemur út á næstunni. Myndirnar sem ég var búin að senda voru heldur vetrarlegar svo við drifum okkur í því að smella af nokkrum myndum í gær. Ein myndin átti að vera tekin niðrí miðbæ Reykjavíkur og því upplagt að nýta tækifærið og taka myndirnar á Kárastígnum sem er ein af mínum uppáhalds götum í Reykjavík en hún er staðsett beint á móti Kol.
EH
Skrifa Innlegg