Ég fékk sendar nokkrar vörur frá The Body Shop til að prófa og mig langar að byrja á því að deila með ykkur upplifun minni af nýju naglalökkunum þeirra sem koma virkilega vel út.
Ég hef ekki mikið prófað vörur frá Body Shop svo ég gaf mér góðan tíma til að prófa lökkin, ég er búin að prófa öll lökkin í dágóðan tíma og yfir og undirlakkið hef ég prófað líka með öðrum lökkum til að sjá hvernig það virkar með þeim.
Hér sjáið þið litina sem ég fékk til að prófa.
Lökkin eru úr línu sem heitir Color Crush – þar sem ég þekki lítið til varanna þá googlaði ég aðeins og komst að því að Color Crush virðist vera heiti á mörgum vörum hjá versluninni eins og varalitum og augnskuggum.
Formúla lakkanna er mjög glansandi og flott og það er mjög breytt litaúrval af þeim. Það sem er sérstakt að mínu mati við lökkin er að þau innihalda marúlaolíu sem nærir neglurnar.
210 Just Peachy
Mér finnst þessi electric orange litur mjög skemmtilegur og ég heillast meira af honum en svona hárauðum litum. Liturinn er alveg sérstaklega sumarlegur að mínu mati en virkar líka vel við ekta haustdress. Glansinn finnst mér sérstaklega flottur á þessum lit.
610 Crazy for Blue
Ég elska blá naglalökk fyrir veturinn!!! Ég á orðið þónokkuð flott safn af bláum litum og það er án efa komið að sérstakri færslu um blá naglalökk. Þetta er kannski ekki litur sem margir heillast af en ég hef alltaf heillast frekar að bláu og grænu naglalakki en bleiku og rauðu. Mér finnst líka eitthvað ótrúlega haustlegt og kósý við þennan bláa lit.
730 Almond Kiss
Fallegur nude og hlutlaus litur. Liturinn er algjörlega tímalaus og klassískur og mér finnst grái undirtónninn mjög fallegur og lakkið því frekar kalt en hlýtt eins og margir nude tónar.
340 Pink Cream
Þessi litur finnst mér alveg ekta brúðarlitur og gefur nöglunum mjög náttúrulegan og flottan lit. Þessi litur fullkomnar bara lit ykkar eigin nagla um leið og þær fá þennan flotta glans.
Lökkin eru með mjög góða endingu sem eykst enn frekar með undir- og yfirlakkinu. Lökkin eru á mjög góðu verði sem er alltaf góður eiginleiki naglalakka sérstaklega fyrir mig sem á það til að kaupa sér alltaf fleiri en eitt í einu :)
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg