fbpx

Dásamlegir hattar frá Janessu Leone

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðFashionFylgihlutirLífið MittTrend

Eins og kom fram á óskalistanum sem ég birti í gær er mér ofarlega í huga að eignast fallegan hatt frá Janessu Leone

. Hattamerkið fagra fæst hér á landi í versluninni JÖR á Laugavegi og fyrir helgina er haustlína þessarar kláru hattagerðakonu væntanleg í búðina!

Ég skrifaði um síðustu línu þegar hún kom fyrst í búðir JÖR í fyrra – hér en mér finnst haustlína ársins ekkert síðri og nú ætla ég að vera fljót til og næla mér í hatt áður en þeir fjúka útúr hillunum!

Hattar eru einn af þessum glæsilegu fylgihlutum sem ættu að eiga heima í hverjum fataskáp ég á nokkra en mig vantar alltaf þennan klassíska tímalausa sem passar við allt sem ég vona innilega að leynist í nýju sendingunni hjá JÖR.

Ég sagði ykkur aðeins frá því hvernig merkið varð til þegar ég skrifaði hina færsluna og mig langar að leyfa því aðeins að fylgja með. En Janessa varð ástfangin af höttum eftir að hún eignaðist vintage hatt í París. Eftir að hafa fengið mikið af spurningum um hvaðan hatturinn var sá hún að það var greinilega skortur á fallegum höttum fyrir konur og hún tók málin í sínar eigin hendur. Nú er komið að næstu línu frá merkinu sem mætir í JÖR fyrir helgi. Hér sjáið þið hattana sem eru væntanlegir…

IMG_6237resize_1024x1024 IMG_5898resize_1024x1024 IMG_5982resize_1024x1024 IMG_5714resize_1024x1024 IMG_6296resize_1024x1024 IMG_6165resize_1024x1024

Þessi mynd er mín uppáhalds hún fangar alveg athyglina mann og hatturinn er glæsilegur!

IMG_6051resize_1024x1024 IMG_5603resize_1024x1024 IMG_6212resize_1024x1024

Það er ofboðslega free spirited andi sem svífur yfir þessum flottu myndum sem eru skemmtilega ólíkar síðasta lookbooki frá merkinu en kjarni merkisins er samt til staðar og hattarnir fá að njóta sín á hverri mynd.

Ég fæ eiginlega bara valkvíða þegar kemur að því að segja hvaða hattur mér finnst flottastur því þeir eur allir stórglæsilegir. Sjálf segir Janessa að hattarnir séu hannaðir með það í huga að fullkomna hvaða dress sem er, þeir séu hattar sem eigendur þeirra geta verið stoltir af að eiga og eldast með.

Ég er búin að tryggja mér aðstoð við valkvíðan frá einum snilling og ég ætla sérstaklega að passa að velja mér rétta stærð. Ég hf hingað til alltaf keypt mér hatta sem eru alltof stórir sem gerir það að verlum að ég get ekki notað þá því þeir svífa bara af í smá golu. Svo í þetta sinn verður valinn hattur sem mun nánast skilja eftir sig far á enninu mínu!

EH

Rebekka Rut: gjafir fyrir góðar vinkonur

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ellen Björg

    10. December 2014

    Æðislegir hattar :)

  2. JS

    12. December 2014

    Hvað er verðið á þeim ?