Dagdraumar

Lífið MittMyndbönd

Ég veit ekki alveg afhverju en þetta blogg mitt fær mig oft til að játa alls konar hluti sem ég gerði í æsku… Kannski er ég bara loksins búin að uppgötva að það er bara gott að hafa húmor fyrir sjálfri sér;)

Þegar ég var yngri þá var ég ein af þeim sem söng með Britney Spears og Spice Girls fyrir framan spegilinn í herberginu mínu – hljóðneminn var púðurbursti – en ekki hvað! Ég lét mig dreyma um að ég væri svona fræg poppstjarna með fullt af aðdáendum og svo var ég að sjálfsögðu stórkostleg söngkona – sem ég er ekki að mínu mati alla vega:D Ég upplifi stundum þessa drauma í dag orðin svona „gömul“ eins og ég er í dag sérstaklega þegar ég heyri svona falleg lög eins og þetta hér fyrir ofan. Þá bölva ég mér afhverju ég hafi ekki fattað uppá þessu fallega lagi – ég er þó mun fljótari að ná mér niðrá jörðina í dag en ég var á mínum yngri árum enda er ekkert nema vesen að vera svona fræg poppstjarna held ég.

En þetta er svo dásamlegt lag og það er bara á repeat hjá mér þessa dagana.

EH

Útskriftarfarðanir Dagsins

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Bryndís

    26. May 2013

    Þetta er æðislegt lag – ég var með það á repeat fyrir nokkrum vikum =)