fbpx

Clarisonic kemur til Íslands í október!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ég iða gjörsamlega af spenningi – því ég fæ nú loksins að segja ykkur frá leyndarmáli sem ég er búin að þurfa að þaga yfir síðan í byrjun sumars. Clarisonic húðburstarnir eru væntanlegir til Íslands núna í október og hér eru á ferðinni þvílíkar snilldargræjur og ég á eiginlega bara ekki til orð.

Ég hef skrifað um annan hreinsibursta á síðunni minni og hann kom mér alveg á sporið með þessa hreinsibursta. Clarisonicinn tekur þetta bara skrefinu lengra og er með tækni á burstanum sem þekkist ekki hjá öðrum enda á fyrirtækið einkaleyfi á honum. En Clarisonic-inn fer í hálfhringi svo hann teygir aldrei á húðinni. Hér er á ferðinni magnaður hreinsibursti sem ég bara skil ekki afhverju ég var svona lengi að bíða með að prófa.

Margar ykkar kannast eflaust eitthvað við burstana og eiga jafnvel einn en nú gefst okkur hinum tækifæri til að prófa en þrír burstar munu koma í sölu í október – Mia, Aria og Plus.

536629b5b0b771f7379d9e0f8af40ecdPlus
Hér sjáið þið burstann minn – elskuna mína. Hér er þetta tekið skrefinu lengra því Plus burstinn er líka hugsaður fyrir líkama en með honum kemur bæði bursti fyrir andlit og líkama og hreinsir fyrir bæði. Þessi er alveg dásamlegur og hann skrúbbar húðina svo vel og það er svo gott að nota hann því hann eiginlega nuddar bara húðina og mér líður svo vel í framan eftir að ég er búin að nota hann. Þessi má svo alveg fara í sturtu og ég nota hann einmitt þar til að skrúbba vel húðina. 8c4a98060bca1e95060141189c611fe4Aria
Þessi fallega kemur í miðjunni. Hér eru þrjár hraðastillingar og hann er líka stilltur á tíma svo hann gefur það til kynna að þú eigir að færa þig til yfir andlitið með pípi. Með Ariu kemur standur sem er hægt að hvílaburstann á á milli þess sem hann er í notkun.

ab5e44bbdd2a756ccfafa54e775ad916Mia
Hér sjáið þið minnsta burstann, hann hefur komið út í Bandaríkjunum í alls konar skemmtilegum útgáfum, litum og munstrum. Ég veit nú ekki hvort þessir litir koma allir ætli sá hvíti komi ekki alla vega. Mia er með tvær hraðastillingar hann er einfaldasti burstinn og kemur til með að vera sá ódýrasti.

clarisonic-before-after

Mér fannst alveg magnað að sjá þessa mynd, ég sá hana í kynningunni sem ég fékk fyrir burstann ásamt alls konar staðreyndum og öðrum myndböndum. En hér sést bara svo vel afhverju allir eru að tala um að það sé miklu betri hreinsun með hreinsiburstum. Þegar við náum að djúphreinsa húðina svona vel verður hún að sjálfsögðu yfirborðsfallegri og í betra jafnvægi. Kremin og serumin og allt það sem við notum komast líkra dýpra inn í húðina og virka betur því það er minna af óhreinindum sem þarf að fara í gegnum.

Það besta er að svo er hægt að kaupa sérstaka bursta á Clarisonic græjurnar fyrir mismunandi húðtýpur en bursti fyrir viðkvæma húð fylgir þeim öllum samkvæmt heimasíðunni nema með Plus fylgir líka bursti fyrir líkamann – bless appelsínuhúð!

Ég segi ykkur betur frá burstunum þegar nær dregur komu þeirra til landsins og ég er með fullt skemmtilegt í bígerð fyrir síðuna í tengslum við þá.

Hrein húð er jólagjöfin í ár – það kemur ekkert annað til greina.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nú er komin ný maskaradrottning á svæðið!

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Guðbjörg

    19. September 2014

    Loksins! Hvar á þessi græja að fást?

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. September 2014

      Hún verður alla vega til í Hagkaupum – ég mun fara vel yfir vörurnar á næstu vikum og segja ykkur frá öllum um þá svo þið verðið með allt á hreinu þegar þeir mæta í búðir :)

  2. Kolbrún Kjartansdóttir

    20. September 2014

    Er að þínu mati mikill munur á hreinsun húðarinnar með þessu tæki og td. góðum hreinsimaska eins og nipfix (deep cleaning mask minnir mig að hann heitir)

    Kveðja Kolbrún

  3. Alda

    20. September 2014

    Hvað kemur þetta til með að kosta?

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. September 2014

      Þeir eru ekki komnir til landsins svo það er ekki komið lokaverð en þegar það er komið lofa ég að láta vita inná síðunni :D

  4. Sigrún

    20. September 2014

    Hey, veistu hvað verðið verður á þessum burstum??

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. September 2014

      Verðið er ekki komið á hreint þar sem burstanir eru ekki komnir en ég lofa að segja frá því þegar það er komið :)

  5. Eygló Erla Ingvarsdóttir

    22. September 2014

    Ég er einmitt búin að eiga mitt tæki í meira en ár og gæti ekki verið ánægðari með það! Svakalega sátt með að það er loksins að koma í sölu hér á landi.Er einmitt með smá umfjöllun um það á blogginu mínu í tilefni þess :)

  6. Ásta

    24. September 2014

    Ég veit að verðmunurinn á þessum burstum og Olay burstanum er töluverður. Er það þess virði að splæsa í clarisonic burstann? Hvað finnst þér eftir að hafa prófað báða?