Ég fæ þann heiður að fá að vera fyrst til að birta nokkrar myndir fyrir nýjar vörur frá Gyðju Collection en áður hefur hún Edda á femme.is birt aðrar myndir úr herferðinni HÉR.
Herferðin er fyrir nýjar vörur frá merkinu sem heita Charm by Gyðja og eru tímabundin tattoo sem eru í formi skarts, orða og tákna. Þetta eru ótrúlega skemmtilegar vörur sérstaklega fyrir týpuna eins og mig sem langar smá að vera tattoo týpan en hef engan vegin kjark í það. Ég skoða t.d. alltaf tattoo færslurnar hennar Hildar hér á Trendnet og langar alveg í eitthvað af þeim sem hún sýnir en svo er ég bara dáldil gunga… ;)
En ég valdi mér eitt krúttlegt tákn sem er á einu Charm spjaldinu og prófaði að setja inná úlnliðinn – bara svona smá til að prófa. Þetta var svo einfalt en ég klippti táknið bara út, fjarlægði filmuna sem var yfir því, lagði á það svæði sem ég vildi að það væri á og lagði svo rakan þvottapoka yfir í augnablik og fjarlægði svo pappírinn varlega af. Þetta var útkoman…
Táknið er Ehwaz og merkir liðsheild (teamwork) og traust (trust). Mér finnst það bara koma ansi vel út. Í hverjum pakka af Charm eru tvö spjöld full af alls konar glingri, fallegum orðum og svona rúnum og táknum. Fullt af tattoounum eru líka eins og skartgripir svo þið getið skreytt ykkur með fallegum tímabundnum skartgripum. Ég hlakka alla vega til að gefa mér tíma þegar ég hef tilefni til og prófa fleiri tattoo.
Á þessum fallegu myndum sem voru teknar í tilefni útkomu Charm fáið þið hugmyndir um hvernig má nota tattooin og hvað er í boði….
Ljósmyndari og vinnsla: Anna K
Förðun með vörum frá Nyx
Fatnaður: Júník og héðan og þaðan úr heiminum
Skart og úr: Gyðja Collection
Hár: Pálína Sigurðardóttir
Mér finnst sérstaklega táknin sem eru innblásin af skartinu í íslenska þjóðbúningnum skemmtileg og gefa tenginguna við Ísland. Sigrún Lilja hefur eins og margar ykkar eflaust vita vakið mikla athygli líka erlendis fyrir vörurnar sínar og með Charm tengir hún að mínu mati vel við uppruna sinn. Myndirnar hér fyrir neðan sýna alveg fílinginn sem ég fékk frá vörunum þegar ég fékk þær í hendurnar og mér finnst þær virkilega flottar og fílingurinn í birtinunni og stemmingin er æðisleg og endurspeglar alveg vöruna sjálfa!
Tímabundin tattoo hafa klárlega verið að sækja í sig veðrið hjá íslenskum vefverslunum og engir svona strumpakallar eins og fylgdu tyggjópökkunum sem ég man svo vel eftir úr æskunni. Heldur er miklu frekar verið að líkja eftir alvöru tattooum og því fullkomið fyrir gungur eins og mig og svo eins og þið sjáið í Charm er verið að prófa eitthvað nýtt og fara skart leiðina.
Eins og stendur fæst Charm í verslun Gyðju í Bæjarlind en mun vonandi verða fáanlegt á fleiri stöðum í framtíðinni. Ég ætla að leika mér meira með þau á næstunni og sýna ykkur betur.
EH
Skrifa Innlegg