fbpx

CC kremin frá Biotherm

BiothermÉg Mæli MeðHúðmakeupMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég er ekki enn búin að komast yfir öll CC kremin sem er nú komin í sölu á Íslandi en þegar það tekst þá lofa ég topp 10 lista frá mér yfir bestu kremin eins og ég gerði með BB kremin um daginn.

En núna langar mig að kynna ykkur fyrir tveimur nýjum CC kremum sem voru að koma frá merkinu Biotherm. Það er kannski sjaldgæft að merki séu með tvö mjög ólík CC krem í sölu hjá sér sem koma út á svipuðum tíma en það er einmitt það sem þeir hjá Biotherm ákváðu að geraþ Það er meirað segja líka til BB krem hjá þeim, þeir slepptu því ekki heldur (það er líka mjög gott krem). En þetta eru mjög ólík krem og mig langar að segja ykkur aðeins frá þeim því annað þeirra hentar sérstaklega vel í sól til að kæla húðina..

Screen Shot 2014-06-10 at 3.15.22 PM

Hér sjáið þið Skin Best CC kremið og Aquasource CC gelið frá Biotherm.Hér fáið þið nokkrar staðreyndir um kremin tvö:

Skin Best CC krem:
Vörurnar í Skin Best línunni henta þeim aldri sem er að finna fyrir einkennum öldrunar í fyrsta sinn. Vörurnar vinna við að byggja upp húðina og styrkja hana og vinna þannig gegn öldrunareinkennum. Vörurnar eru ríkar af andoxunarefnum sem vernda húðina og berjast gegn sinduefnum. CC kremið er rosalega þétt í sér og leitast við að fríska uppá þreytta húð. Það er mjög þykkt miðað við mörg önnur CC krem og kemur því alveg í staðin fyrir farða að mínu mati. Kremið inniheldur SPF 25 og er því flott fyrir sumarið.

Aquasource CC gel:
Hér er á ferðinni fyrsta CC gelið svo ég viti til – virkilega skemmtileg vara. Ef þið þekkið eitthvað Aquasource vörurnar frá Biotherm þá eru þetta kælandi snyrtivörur sem fríska vel uppá húðina, þær eru fullkomnar fyrir húðina á sumrin eftir að hún hefur verið útí sól og þarf á smá kælingu að halda. Gelið kemur litlaust úr túbunni en þegar þið hitið kremið með því að nudda því á milli fingranna þá springa út steinefna litarefni sem fá á sig léttan lit og aðlagast að litarhafti hverrar konu. Það eru til tveir litir og þið veljið þann sem hentar ykkur betur. Ég er með ljósari litinn og hann aðlagast svo sannarlega mínu litarhafti. Hér er á ferðinni vara sem gefur rosalega góðan raka og margar gætu notað án þess að nota sérstakt rakakrem undir. Þetta er varan fyrir ykkur sem viljið hafa lítið sem ekkert á húðinni og þessi er fullkomin til að bera á húðina að kvöldi fallegs sumardags þegar húðin er heit eftir sólina og þarfnast kælingar þá fær hún smá slökun og um leið fallegan lit.

ccbiotherm3

Hér sjáið þið betur hvernig kremin eru þegar þau koma útúr túbunni og hvernig þau blandast svo saman við húðina þegar það er dreift úr þeim.

Skin best kremið er mjög þétt gefur því mikla þekju, þið sjáið það ótrúlega vel á þessari mynd. Þetta magn nær alveg að þekja allt andlitið það gerði það alla vega hjá mér.

Svo er það Aquasource gelið sem gefur ótrúlega léttan lit og gefur húðinni mun frísklegri ásýnd. Eini ókosturinn við það er að af því liturunn er mjög léttur er ekki auðvelt að sjá hann nema þið séuð með ofurlýsingu inná baði. Ég þarf t.d. alltaf að fara fram í stofu og horfa á mig í spegli fyrir framan góða dagsbirtu til að laga áferð litsins svo ég sé ekki blettótt. En þeir hjá Biotherm ráðleggja að kreminu sé nuddað vel saman í lófunum áður en það er borið á húðina svo liturinn sé kominn nokkuð vel í ljós áður en kremið er borið á húðina. Þrátt fyrir þetta „vesen“ er ég hrifnari af þessu kremi heldur en hinu þar sem þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef notað þetta krem rosalega mikið síðustu daga en ég er hrifnari af léttari þekju og hafa þá kost á að setja bara léttan farða yfir þetta gel ef ég þarf.

Krem sem vert er að kíkja á næst þegar ykkur vantar lituð létt krem;)

EH

Ég fékk sent sýnishorn af kremunum frá Biotherm. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Annað Dress: spagettí hlýrar

Skrifa Innlegg