fbpx

CC krem

Ég las áhugaverða frétt í morgun um nýjungina CC krem – það er greinilegt að það á að fara niður stafrófið í öllum nýjungum í húðumhirðu á makeupmarkaðnum í dag:) CC stendur fyrir Color Care eða Color Correct og á að vera endurbætt útgáfa af BB kreminu sem við erum svo nýbúnar að fá að kynnnast. CC kremin eiga að gera allt það sama og BB kremin en auk þess að laga litarhaft húðarinnar, jafna út fínar línur og endast ennþá betur og lengur á húðinni. Þið sem hafið prófað BB kremin ættuð að vita að þau eru ótrúlega létt nánast bara eins og að setja á sig rakakrem, CC kremin eru hins vegar aðeins þykkari eiginlega meira eins og mousse og gefa ennþá betri þekju. CC kremin innihalda einnig meiri andoxunarefni eins og hvítt og grænt teþykkni og hnetuolíu. Andoxunarefni stuðla að betri líftíma húðfrumnanna okkar en það sem gerist þegar húðin okkar eldist er að líftími húðfrumnanna styttist og þær endurnýja sig hægar og þess vegna slaknar á teygjanleika húðarinnar. Svo miðað við þessar lýsingar myndi ég segja að BB kremin henti ungri húð 15-35 ára og CC kremin tækju svo við. En svo eru reyndar alla vega tvö BB krem sem eru fáanleg hér – frá Clinique og L’Oreal (Revitalift Total Repair 10) – sem eru einmitt fyrir eldri húð og örva endurnýjun húðfrumnanna.

Eins og er eru CC kremin komin í sölu í Asíu – þar slóu einmitt BB kremin fyrst í gegn. En það verður gaman að sjá hvenær og hvort þau berist til okkar. Ef þið eruð óþolinmóðar þá hlýtur að vera hægt að næla sér í stykki á gamla góða eBay. Chanel, og Olay eru meðal annars komin með CC krem á markað.Svo er bara að vona að við fáum tækifæri til að prófa CC kremin áður en DD kremin koma á markað;)

EH

 

Marilyn & Ég

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn

    26. October 2012

    Haha !
    Ég verð að byrja á því að prófa þessi BB krem umtöluðu.

  2. Rut R.

    26. October 2012

    var að fá mér BB krem. Mæliru með að bera það á með bursta einsog ég geri með farða… eða bara með fingrunum einsog ég geri með dagkrem..?

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. October 2012

      Ég nota bara hendurnar – það er svo létt eins og dagkrem bara mér finnst koma fallegasta áferðin þannig, en svo er það auðvitað smekks atriði hjá hverjum og einum:D