Þetta er lúkk sem ég er búin að vera leng á leiðinni að birtast hér. Ég tók myndirnar fyrir löngu síðan en mér tókst auðvitað að týna myndunum einhvers staðar í tölvunni en þær voru loksins að komast í leitirnar!
Lúkkið geri ég með vörum úr tiltölulega nýrri línu (þær voru glænýjar þegar ég gerði lúkkið) sem nefnist Cashmere. En vörurnar í línunni gefa andlitinu mjög mjúka og fallega áferð eins og nafnið á línunni gefur til kynna.
Ég ákvað að gera mjög einfalt og náttúrulegt lúkk sem ég poppaði aðeins uppá með áberandi lit í kinnunum. Mér finnst bleikir tónar alltaf fara svo vel með brúnum og gefa húðinni minni líflegan lit. Stundum verð ég alveg flöt í framan þegar ég er með of náttúrulega liti og þá brýt ég venjulega lúkkið upp með kinnalit eða áberandi vörum. En þar sem varaliturinn í línunni er alveg nude – ég hef áður sýnt hann HÉR – þá urðu kinnarnar fyrir valinu.
Hér sjáið þið myndir af lúkkinu – bæði með opin og lokuð augu;)
Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði í lúkkið.
- Ég byrjaði á því að grunna aunglokið með skugga frá Make Up Store sem heitir Desert og er úr Nomad línunni sem kom í sumar. Æðislegur mjúkur ljós litur sem er flottur í að grunna augun. Ég setti hann yfir allt augað.
- Svo er það eiginlega hermannaljósbrúnn litur sem ég setti yfir neðri hluta augnloksins – hann heitir Design. Á myndinni hér fyrir ofan er hann hægra megin fyrir ofan.
- Svo setti ég augnskugga sem kallast Sophisticated sem er eiginlega súkkulaði brúnn með köldum, gráum undirtóni í globuslínuna og blandaði svo litunum saman.
- Graceful varablýntur – mér finnst nauðsynlegt að eiga einn svona ljósan – hann virkar undir alla varaliti, hann getið þið notað til að aðgreina varirnar ykkar og gera þær umgjörð þeirra fullkomna með því að setja hann í kringum varirnar eftir að þið hafið sett varalit á þær. Svo getið þið líka notað hann í vatnslínuna á augunum ykkar til að draga úr rauða litnum í augunum.
- Slim Lipstick litur 402 – alveg nude litur með mattri áferð – truflaður litur finnst mér!
Mæli með að þið kíkið á hana Steinunni Eddu vinkonu mína í Make Up Store Smáralind og tékkið á nýju vörunum, nú var líka að mæta nýtt lúkk í búðina Tattoo – mega flott:)
Sjáið meira um þessa línu og þá nýju HÉR.
EH
Skrifa Innlegg