Á Chanel Haute Couture sýningunni fyrir nokkrum vikum skörtuðu fyrirsæturnar ótrúlega flottum sérgerðum augnhárum. Það voru föndruð úr svörtu tjulli og svörtu muslini. Það er ótrúlega sniðug hugmynd að föndra augnhár hvort sem það er að gera þau frá grunni eins og hjá Chanel eða bæta bara við einföld augnhár. Það er t.d. hægt að líma glanssteina, glimmer, fjaðrir eða svona tjull.
Eins og þið sjáið á þessari mynd þá eru þetta 3 sett af augnhárum sem eru límd á hvert auga – þið betur hvernig þau líta út á efstu myndinni. Augnförðunin er líka ótrúlega flott – messy en fáguð, kannski þá hest því þetta er Chanel. Til að ná augnförðuninni væri flottast að nota augnskuggablýant eins og mörg merki eru með núna eða að fá eins og t.d. Maybelline, Smashbox og Dior.Eftir að hafa skoðað þessar myndir langar mig bara að fara útí efnabúð og kaupa mér efni í gerviaugnhár a la Chanel. Við Tinni ætlum á smá flakk á morgun svo kannski við komum bara við í Virku!
EH
Skrifa Innlegg