Ég datt inná heldur skemmtilega leit að innblæstri um daginn fyrir komandi brúðkaup. Ég er nú svo á áætlun með allt en ég er búin að ákveða kökuna og bóka hana hjá einni yndislegri sem ætlar að baka hana fyrir okkur nema hún verði mögulega ekki á landinu. En ein hefð sem mig langar dáldið að halda í er að hafa skemmtilegan kökutopp sem getur fylgt okkur parinu í framtíðinni. En ég ætla nú ekki að fara hefðbundna leið í kökuvali og við ákváðum fyrir löngu að kakan okkar yrði eftir okkar hætti og þar sem ég er mikill smjörkremsaðdáandi þá kemur ekkert annað en það til greina til að skreyta ofan á kökunni. Svo mögulega henta ekki allar skreytingar en ef við færum þessa hefðbundnu leið með hjónastyttu þá myndi hún kannski bara standa til hliðar.
En hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem ég er búin að vista hjá mér.
Ég held mér finnist veifurnar langskemmtilegastar það er líka ábyggilega lítið mál að föndra þær sjálf með hjálp fallegs efnis, snærisspotta, skrautskriftarpenna og grillpinna. Ég myndi nú samt alltaf hafa textann á íslenski t.d. nýgift.
Annars er helgin mín búin að einkennast af brúðkaupum. Á laugardaginn eyddi ég deginum með tveimur brúðum sem fékk að farða í tilefni dagsins. Ég á enn nokkrar lausar helgar núna í sumar svo endilega hafið samband ef ykkur vantar förðun – ernahrund(hjá)trendnet.is. Ég legg mikinn metnað í að vera fagleg, vera með gott verð og að vera brúðinni innan handar rétt fyrir athöfn og í myndatökunni. Svo er ég líka farin að taka pantanir fyrir næsta sumar nokkrar komnar en það er um að gera að vera snemma í því að bóka því það er allt fljótt að fyllast :)
EH
Skrifa Innlegg