fbpx

Blöndun er lykilatriði!

AugnskuggarAuguFallegtLúkkMake Up StoreMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk nýjar og dásamlega fallegar vörur úr mars línunni frá Make Up Store að gjöf um daginn – 5 mínútum áður en ég handleggsbrotnaði svo ég er nýfarin að ná að farða mig almennilega, þó þetta sé vinstri þá er þetta samt alveg eitthvað nýtt að venjast. Svo núna nokkrum vikum á efti áætlun fáið þið loks að sjá lúkkið sem ég gerði með fjórum vörum úr línunni…

musblanda

Oceanutopia nefnist línan og hún er alveg dásamlega falleg og einföld. Ég elska það sérstaklega við línurnar frá merkinu hvernig ólíkum litum er alltaf raðað hlið við hlið til að sýna konum hvað er í raun hægt að gera og hvernig ólíkir litir geta unnið vel saman. Litirnir hér minna helst á sjóinn og liti á sjávarplöntum, sægrænir tónar í bland við fallega plómu liti renna fallega saman og mynda heild sem kemur á óvart.

Nýlega breyttust allar umbúðir hjá merkinu og smám saman hafa vörurnar verið að koma í sínum nýju pakkningum og ég verð að segja að vörurnar eru enn meira stílhreinni og smekklegri en áður ef það var hægt!

musblanda7

Við þessa skemmtilegu línu er svo settur léttur og fallegur rauður plómulitaður gloss sem kemur vel út við litina og gefur heildarmyndinni ferskan blæ. Glossinn er virkilega vorlegur og fallegur og ég kann vel að meta glossin frá merkinu þar sem þau klístrast bara ekki en gefa samt rosalega mikinn glans, liturinn er jafn og áferðin létt en þau fara samt ekki framhjá neinum.

Hér fyrir ofan sjáið þið svo vörurnar fjórar sem eru í lykilhlutverkum, ég er miklu hrifnari af því að halda lúkkunum mínum einföldum sérstaklega þegar ég er að prófa nýja liti til að sýna ykkur og sleppi oftar en ekki eyelinernum – hafið þið tekið eftir því ;)

Microshadow augnskuggi í litnum Atoll – fallegur sægrænn augnskuggi sem gefur augunum fallega birtu og lit.

Microshadow augnskuggi í litnum Atlantis – plómulitaður augnskuggi með smá glimmerögnum, liturinn er fullkominn í svona öðruvísi skygginar eins og þessa.

Eyedust í litnum Seaweed – fallegt augnskuggaduft sem ýkir liti, gefur fallegan glans og ómótstæðilegan ljóma.

Lip Gloss í litnum Sunset Safari – létt plómurautt gloss með léttum gylltum glimmerögnum sem grípa ljós og endurkasta því frá sér.

musblanda4

Hér sjáið þið enn betur hvernig förðunin skiptir sér. Ég byrja á því að skyggja út til hliðanna við augnlokið með Atlantis og mýki litinn vel með blöndunarbursta. Ég er allaf hrifnari af svona mýkri augnförðunum fyrir sjálfa mig svo ég passa mig að blanda, blanda, blanda. Loks tek ég Atoll litinn og set í miðjuna og aftur blanda, blanda, balnda – passið að burstinn sem þið notið í blöndunina sé alveg hreinn svo þið séuð ekki að eyðileggja eitthvað sem þið gerðuð áður. Loks tek ég svo augnskuggaduftið og set það á mitt augnlokið og það var ekkert smá gaman að sjá hvað það gerði fyrir augnförðunina mig langaði eiginlega bara ekkert að hætta að bæta á það það var svo gaman að vinna með það. Aftur tek ég svo hreinan blöndunarbursta með löngum hárum til að jafna áferðina og blanda útlínunum saman.

musblanda2

Nú er ég búin að sjá alveg alla vega tvær aðrar útgáfur af förðunum með þessum vörum hjá öðrum bloggurum og mér finnst svo svakalega gaman að sjá hvað þessir litir ná einhvern vegin að líta öðruvísi út hjá okkur öllum en fara okkur öllum líka – við erum alla vega mjög ólíkar.

Ég verð að segja að mér finnast þessar nýju umbúðir þvílíkt flottar hjá Make Up Store og ég hlakka til að prófa og skoða fleiri vörur. Iðunn Jónasar var um daginn að skrifa um ótrúlega fallegan highlighter sem var að koma í svona nýjum og fínum umbúðum og ég verð að segja að ég heillaðist samstundis af honum – þarf að gera mér ferð! Kíkið endilega á hann á síðunni hennar HÉR.

Nú er ég harðákveðin í því að gera mér ferð um Make Up Store vopnuð myndavélinni til að dást af nýjungum og sýna ykkur ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Michael Kors Launch

Skrifa Innlegg