Fyrir dálitlu síðan eða HÉR auglýsti ég eftir lesanda sem væri að minnsta kosti 30 ára til að prófa nýtt Anti Ageing Gradual Tan sjálfbrúnkukrem frá merkinu St. Tropez. Mér bárust nokkrar umsóknir en þar sem kremið er auglýst þannig að það henti öllum þá ákvað ég bara að senda kremið á þá fyrstu sem myndi senda mér póst. Hún fékk kremið og er búin að vera að prófa það. Fyrir stutu fékk ég svo dóminn um kremið. Dómurinn átti reyndar að fara í næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal en þar sem næsti útgáfudagur er ekki á hreinu ákvað ég bara að birta hann hér á síðunni svo þið gætuð allar séð hann sem fyrst:)
Hér fáið þið umsögnina frá lesandanum sem var fyrst til að senda mér póst:)
Ég var rosalega spennt að byrja að prófa og þegar ég opnaði túpuna það fyrsta sem ég gerði var að kanna lyktina því mjög oft fylgir miður góð lykt brúnkukremum, ég fann enga “brúnkukremslykt” heldur bara mjög milda og góða kremlykt og lofaði þessi byrjun mjög góðu. Áður en ég notaði kremið þvoði ég mér vel um andlitið og notaði kornakrem til þess að ná öllum dauðu húðfrumunum í burtu og bar svo rakakremið mitt á áður en ég bæri kremið á til þess að fá jafnan lit á húðina. Kremið er mjög þétt í sér þegar það kemur úr túpunni og það kom mér skemmtilega á óvart að þrátt fyrir þéttleikann er það rosalega létt þegar það er komið á andlitið, og það sem ég tók líka sérstaklega eftir hvað kremið gefur góðan raka og er nærandi. Ég er með mikið psoriasis og þarf yfirleitt að vanda valið á kremum mjög mikið og passa húðina á mér mjög vel og ég finn mjög vel á kremum hveru rakagefandi þau eru og ég fann strax hvað mér leið vel í húðinni eftir að hafa borið kremið á.
Það er mjög auðvelt að bera kremið á og liturinn var alltaf mjög jafn og góður, sem er mjög góður kostur þegar um brúnkukrem er að ræða. Liturinn var líka mjög mildur sem ég tel vera mikinn kost því að þá geturu stjórnað betur hversu dökka þú vilt hafa húðina í stað þess að hún verði of dökk við eitt skipti, líka þegar maður ber kremið á sig í fyrsta skipti eða eftir smá pásu að það verði ekki áberandi mikill litamunur strax. Það var líka mjög auðvelt að stjórna litnum, ef ég vildi fá aðeins dekkri til þá bara ég á mig bara 2-3 daga í röð eftir sturtu, ég líka prófaði að bera á andlitið bæði kvölds og morgna ef ég vildi flýta því að fá dekkri lit.
Þegar ég var að bæta í litinn var ég oft hrædd um að liturinn yrði ekki jafn því ég get verið dálítill klaufi við að að bera á mig brúnkukrem en áhyggjurnar voru óþarfar því liturinn var alltaf mjög jafn og flottur.
Að lokum, þetta krem fær toppeinkun hjá mér þar sme það hefur alla þá eiginleika sem ég vil hafa í brúnkukremi, góð lykt, rakagefandi og nærandi, auðvelt að bera á, jöfn áferð, nátturulegur og mildur litur sem auðvelt er að byggja upp.
Ég var mjög sátt með þetta krem og psoriasis huðin mín líka, og mér fannst alveg magnað hvað kremið virtist vera þétt en samt svo létt á húðinni.
Með litinn á kreminu, fannst ótrúlega þægilegt hvað hann var mildur því að ég veit fátt verra en að bera á sig brúnkukrem og það er svakalegur munur á því hvernig maður leit klukkutíma fyrir krem og svo með kremið á ´ser, þetta gefur mildan lit sem er svo auðvelt að bæta í og gera dekkri ef maður vill.
– 33 ára lesandi Reykjavík Fashion Journal
Þar hafið þið það! Mér fannst persónulega mjög gaman að sjá líka að hennar viðkvæma húð þoldi kremið vel það eykur traust mitt á St. Tropez vörunum enn meira en þetta er án efa uppáhalds sjálfbrúnkumerkið mitt og ég mæli hiklaust með því.
Ég er ekki alveg viss um hvenær næsta Reykjavík Makeup Journal kemur út, ég er að reyna að vinna mig áfram í því en vegna mikilla anna í vinnu og vegna þess að mig langar að eiga smá fjökskyldulíf hef ég ekki fundið tíma til að klára 3. tölublaðið. En þangað til þá mun Bjútíklúbburinn halda áfram hér á síðunni minni og ég lofa að ég skal vera duglegri að leita eftir lesendum til að prófa vörur fyrir síðuna :)
EH
Skrifa Innlegg