Ég fékk boð í bjútíklúbb tengdamóður minnar og vinkvenna hennar um daginn í fyrsta sinn. En hvað það var gaman, þarna komum við saman nokkrar skvísur, settum á okkur hreinsimaska, rakamaska prófuðum nýtt krem frá Shiseido, lökkuðum á okkur neglurnar, skoðuðum tískublöð og spjölluðum um vortískuna. Það er miklu meira fyrir mig að vera í svona bjútíklúbb heldur en í saumaklúbb – þó svo að báðir byggist nú aðallega uppá því að spjalla og vera í góðra vina hópi þá er þetta líka kjörið tækifæri til að fá smá andlitsyfirhalningu. Hér sjáið þið aðalbjútívörur kvöldsins, byrjuðum á því að setja á okkur hunangs og haframaska frá Body Shop til að hreinsa húðina alveg, settum svo Nourishing maskann á okkur og enduðum á því að bera á okkur nýja kremið frá Shiseido.
Hreinsimaskinn frá Body Shop er algjör snilld, ilmar svo vel að mig langaði smá að borða hann, svo fannst mér snilld að maskinn í bréfinu dugði okkur þremur sem settum hann á okkur – eitt svona bréf er á 350kr í Hagkaup. Svo kom nýja kremið frá Shiseido….Einkunnarorð kremsins eru re-shape, refirm & re-smooth. Það sem gerist þegar húðin eldist er að hún missir teygjanleikann sinn þess vegna slaknar smám saman á henni og fínar línur geta farið að myndast. Í stuttu máli þá inniheldur kremið tækni – besta orðið sem ég fann yfir þetta – sem fer í stofnfrumurnar í húðinni og fær þær til að hraða á endurnýjun sinni, þannig eykur það teygjanleika húðarinnar og gerir yfirborð hennar stífara. Með kreminu fylgdi svo prufa af seruminu í sömu línu sem var gaman að fá að prófa með líka. Ef þið eruð í vafa um hvað serum er eða hvernig maður notar það þá er það algilt með serum að það fer lengra inní húðina en kremin – þannig fer það innar og færir sig svo á móti kreminu og vinnur með því, serum berið þið á ykkur á undan rakakreminu á hreina húð. Svo eru auðvitað misjafnt hvað hver týpa af serumi gerir en þetta frá Shiseido er bæði ætlað húð sem er að byrja að eldast og þeirri sem er nú þegar komin með fínar línur. Við vorum síðan sammála um það að kremið kæmi í mjög flottum umbúðum og hvað það væri sniðugt að það fylgdi spaði með til að ná því uppúr krukkunni svo maður þyrfti ekki að vera að pota ofan í það. Ég ákvað að prófa að bera kremið á mig þó svo einkenni öldrunar séu alls ekki farin að gera vör við sig, en mér fannst húiðin mín fá mjög góðan raka, mér fannst yfirborð hennar verða slétt og mjúkt og ég fann í alvörunni fyrir smá stífleika, ég fann að það var verið að sparka verulega í rassinn á frumunum í húðinni minni og verið að fá þær til að vinna ennþá hraðar. Skvísurnar í klúbbnum sem mér var boðið í eru á besta aldrinum svo kremið hentaði þeirra húð aðeins betur en minni og þeim líkaði kremið mjög vel – og við vorum allar sammála um það að Shiseido væri eitt af flottustu merkjunum á markaðnum í dag. Mér fannst dáldið gaman að prófa vörur með fleirum en bara sjálfri mér – þarf að gera það oftar:)
Annars er ég búin að vera skælbrosandi undanfarið og það er ykkur að þakka! Ég hef fengið svo fallegar kveðjur og athugasemdir núna í nokkurn tíma auðvitað – en þeim hefur fjölgað mikið síðan sýnikennslivideoið birtist. Mér finnst svo gaman að það sem ég er að skrifa sé að nýtast ykkur og þið hafið gaman af. Ég legg mikið uppúr því að vera með vandaðar snyrtivöru- og makeup umjallanir og hef það fyrir reglu að allar umfjallanir séu komnar beint frá mér, ég afla mér upplýsinga, prófa og segi ykkur svo frá – það er að sjálfsögðu það skemmtilegasta að fá að deila með ykkur:) Takk fyrir og haldið endilega áfram að skrifa athugasemdir og senda pósta ég er til í að hjálpa með allt sem ég get;)
Svo vona ég að með þessari færslu komi ég af stað bjútíklúbba æði! Þetta er fullkomið tækifæri til að koma saman og slaka á, setja á sig maska og prófa nýjar snyrtivörur;)
EH
Skrifa Innlegg