fbpx

Bíbí

FallegtFyrir HeimiliðÍslensk HönnunLífið Mitt

Nú stendur kisukertið mitt ekki einmanna lengur, það hefur eignast nýjan leikfélaga af sömu tegund og þeir félagarnir eru orðnir bestu mánar. Kisa og Bíbí frá Pyropet hafa nú fengið nýjan samastað uppí hillu hjá okkur Aðalsteini sem erum nú komin í nýtt herbergi – hér hefur mikið gerst í breytingum síðustu daga svo það fer að styttast í mögulegar myndir af heimilinu alla vega af svefnherberginu þó það séu reyndar frekari framkvæmdir framundan í sumar vonandi áður en kríli nr. 2 mætir í heiminn.

Hér sjáið þið þessar fallegu verur sem passa svo vel saman – ég vona að þessi verði alla vega perluvinir áfram og sleppi öllu Sylvester og Tweety rugli ;)

bíbí2

Bíbí er nýjasta hönnun hennar Þórunnar Árnadóttur sem sló svo eftirminnilega í gegn með kertinu sínu Kisu. En eins og hjá Kisu þá birtist líka beinagrind inní Bíbí þegar hann brennur niður. Bíbí hefur 6 klukkustunda brennslutíma og kemur í þessum dásamlega túrkis lit og svo gulur. Þar sem ég á bleika kisu fannst mér passa betur að velja þennan túrkis lit með henni. Ef ég ætti gráa kisu myndi ég velja gulan Bíbí held það myndi koma flott út líka.

Bíbí er nú kominn í sölu alla vega fyrsta sendingin af honum en sú næsta kemur víst ekki fyr en í júní svo ef ykkur langar í þennan fallega grip hafið þá hraðar hendur. Ég fékk minn Bíbí í Snúrunni og hún Rakel sagði mér að túrkis liturinn væri nánast uppseldur hjá sér svo ef þið viljið hann þurfið þið að hafa mjög hraðar hendur. Kertið kostar 2900kr sem er frábært verð og þið getið keypt hann hér – BÍBÍ Á SNÚRAN.IS.

bíbí4

Aðalsteinn er alltaf að velta því fyrir sér hvenær ég ætli nú eiginlega að kveikja í þessum flottu kertum, held honum langi lúmskt að sjá hvernig beinagrindin kemur út. Ég tími því samt ekki mér finnst þetta svo ótrúlega fallegir munir og sönnu stofustáss og virkilega falleg gjöf – framundan eru t.d. útskriftir og fullt af þeim og ein krúttleg Kisa eða sætur Bíbí er flott gjöf fyrir stúdenta.

bíbí3

Nú langar mig samt í bakka undir þessa flottu gripi til að hafa undir þeim uppí hillu. Er nú þegar komin með augastað á fallegum marmarabakka hjá henni Rakel í Snúrunni en mér finnst reyndar líka mjög flott þegar kertin eru sett í glerkassa.

Falleg íslensk hönnun er ómissandi á öllum heimilum og þó svo birtan sé allsráðandi þessa stundina er allt í góðu lagi að kaupa flott kerti!

EH

Bjartar og fallegar varir með Chanel

Skrifa Innlegg