fbpx

Beauty Tips: Nokkur gömul en góð!

HúðMakeup ArtistMakeup Tips

Jæja mín kæru og yndislegu! Fyrst og fremst takk kærlega fyrir ótrúlega falleg skilaboð, snöpp, koment og kveðjur við síðasta pistlinum mínum. Ofboðslega þykir mér vænt um þessi dásamlega fallegu viðbrögð en það gerir það þeim mun auðveldara að deila svona erfiðum hlutum í lífinu með öðrum. Þið eruð einstök – takk fyrir mig***

En að öðru, mig langaði svona að kasta einni snöggri færslu hér inná síðuna og fara yfir nokkur gömul en góð förðunartips. Þessi ráð sem gleymast svona stundum með öllum nýju og sniðugu ráðunum – en þau standa alltaf fyrir sínu.

Munið að hreinsa alltaf burstana ykkar
Eitt besta ráðið sem ég get gefið ykkur er að hugsa vel um förðunarburstana ykkar. Til að tryggja það að þið fáið fullkomnu áferðina sem þeir lofa ykkur þá verða þeir að vera hreinir. Óhreinindi geta skemmt fyrir og ekki leyft þeim að njóta sín, áferðin verður ekki fullkomin, blöndunin fer í rugl og já satt að segja það gengur ekkert sérstaklega vel að mála sig. Mín ráðlegging – hreinsið burstana einu sinni í viku með góðum djúphreinsi!

Screen Shot 2015-11-01 at 7.12.48 PM

Viljið þið að farðinn ykkar endist lengur – notið primer!
Primer er eitt af þessum leyndarmálum sem voru okkar förðunarfræðinganna í mörg ár þar til bara frekar nýlega. Í dag er þetta ein af þessum ómissandi snyrtivörum sem mér finnst þó ekki endilega allar konur vita hvað á að gera. Primer gerir eins konar ósýnilega filmu á milli húðar og förðunarvara. Primer undirbýr yfirborð húðarinnar fyrir förðunina með því að jafna það og fylla uppí ójöfnur eins og hrukkur og ör t.d. Primerinn viðheldur líka raka í húðinni. Þið berið alltaf á ykkur gott krem fyrst, leyfið því að vera í sirka 10 mínútur setjið svo primerinn og hann mun passa að rakinn endist vel í húðinni. Svo leyfið þið primernum að virka það tekur sirka 30-60 sekúndur og svo berið þið farðann á. Primerinn mun líka koma í veg fyrir að húðin dragi í sig farðann sjálfan svo förðunin ykkar endist miklu betur og miklu lengur. Það eru til alls konar primerar sem gefa ólíkar áferðir og henta því ólíkum húðgerðum. Ég er persónulega hrifnust af svona gelkenndum primerum en mér finnst þeir henta flestum. Þá eru á topplistanum mínum Dream Smooth Primer frá Maybelline, Photo Finish Primer frá Smashbox, Touche Éclat Blur Primer frá YSL og Visionnaire frá Lancome.

Hittið á rétta staði
Svona þegar það er ekkert vinsælla en að móta andlitið fullkomlega er gott að minna á hvar allt á að fara. Við setjum lit til að móta andlitið og skyggja það beint undir kinnbeinin. Með þessum dökka lit verður til skuggi og við verðum að passa uppá að skugginn hitti á réttan stað. Til að finna hann sjúgið þá inn kinnarnar – þá standa kinnbeinin ykkar út og þið setjið litinn undir þau. Til að setja í kinnarnar þá er gott að hugsa um að setja hann á staðina þar sem við roðnum náttúrulegar. Kinnaliturinn fer í eplin og eplin standa vel út þegar þið skellið einu risastóru brosi á andlitið. Berið litinn bein í epli kinnanna og blandið honum saman við grunninn með léttum strokum.

57ab86f881b1e68578f847159ed9b93a

Það er lítið mál að laga mistökin!
Ef eitthvað fer úrskeiðis þá er yfirleitt svakalega einfalt að laga það. Þrennt sem nýtist mér alltaf vel til að laga það sem fer á mis – hyljari, eyrnapinni og svampur! Með hyljara er hægt að laga til eyeliner mistök og snyrta í kringum varirnar ef maður fer smá útfyrir með áberandi varalit. Eyrnapinni er snilld til að ná maskara er hann fer útfyrir. Hver þekkir það ekki þegar maður er búin að eyða hellings tíma í að gera fallega augnförðun og svo klessist maskarinn á mitt augnlokið. Bíðið þar til maskarinn þornar alveg og snúið svo eyrnapinnanum létt yfir svæðið og hann hverfur! Svampur dregur svo í sig það sem við gerum of mikið af. Ef þið setjið of mikið sólarpúður, of mikill kinnalit, of mikinn augnskugga já eða highlighter þá er svampur eins og strokleður – ég gæti alla vega ekki verið án hans!

Húðhreinsun skiptir höfuðmáli
Ég er sífellt að fá spurningar um húðhreinsun, þetta er ekki svo flókið mínar kæru þið verðið bara að þrífa húðina kvölds og morgna til að halda henni í jafnvægi. Þið gætuð notað bestu krem í heimi sem eru töfralausnir við hvaða vandamáli sem er en þið fáið aldrei fulla virkni frá kremunum og þau fá aldrei að gera sitt nema þið hreinsið húðina. Ef þið hreinsið hana ekki þá hindra óhreinindi för næringarríkra og virkra efna um húðina. Mér finnst persónulega best að hreinsa húðina tvisvar á kvöldin með þá olíuhreinsi og svo kremhreinsi og nota þá helst Clarisonic burstann í seinni hreinsunina. Svo veit ég fátt betra en að nota hreinsivatn eins og Micellaire hreinsivatn á morgnanna til að hreinsa húðina þá – það frískar uppá hana um leið!

e3063d7bf3ce56b34f8160e61c4610fe

Nokkur basic ráð frá mér til ykkar sem munu nýtast ykkur öllum óháð aldri og húðgerð! Njótið vikunnar sem er að hefjast það er alltaf gott að byrja nýja vinnuviku með jákvæðni og góðum markmiðum. Í þessari viku ætla ég t.d. að skila af mér stærsta Reykjavík Makeup Journal til þessa og það verður líka það flottasta – get ekki beðið!!!

Erna Hrund

Myndirnar í færslunni eru frá Pinterest.com og Instagramsíðu @realtechniques

25 ára var snilld!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. Hildur

    2. November 2015

    Geturu mælt með góðum maska sem veitir raka, hreinsar og kemur í veg fyrir öldrun húðar :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. November 2015

      Ég nota alltaf sér hreinsi maska og svo annan rakamaska :) Mæli eindregið með Silicia Mud maskanum frá Blue Lagoon og Mus Mask frá My Signature Spa. Rakamaskar í uppáhaldi eru sá nýji frá Lancome, Algae maskinn frá Blue Lagoon og svo er ég mjög spennt að prófa nýja næturmaskann frá L’Oreal! :)

  2. Hrafnhildur

    2. November 2015

    Hvar er hægt að kaupa Miccelaire hreinsivatnið? Ég væri til í að prófa það :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. November 2015

      Bioderma hreinsivatnið fæst reyndar ekki hér en þú færð sömu vöru frá Garnier, L’Oreal, Embryolisse og Lancome hér á Íslandi :)

    • Hildur

      5. November 2015

      Líka Pharmaceries sem fæst í Lyf og Heilsu t.d :)

  3. Anna

    3. November 2015

    Nýlega búin að uppgötva glamglow maskana og þeir eru geggjaðir, frekar dýrir en virka fáranlega vel!! Fást held ég reyndar bara í USA.

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. November 2015

      ohh já langar svo að prófa! Það er vefverslun sem sendir til landsins en tveggja barna móðirin á smá erfitt með að réttlæta kaupin… alla vega ennþá ;)

  4. Marta

    4. November 2015

    Mér finnst svo áhugaverður punkturinn um húðhreinsun, ég hef í raun aldrei þrifið húðina nema eftir að hafa málað mig mikið, sem gerist kannski 1-2 í viku. Þess fyrir utan viðhélt húðin mín fullkomnu jafnvægi með að vera bara þrifin með vatni þegar ég fór í sturtu. Fyrir u.þ.b. tveimur árum las ég um það á netinu að það væri nauðsynlegt að þrífa á sér húðina 2 sinnum á dag, og án þess að eiga við nein vandamál að stríða tók ég því mjög bókstaflega og fór að þrífa húðina dagsdaglega. Húðin mín heur hreint út sagt aldrei verið jafn óstöðug og til jafn mikilla vandræða og hef ég í rauninni farið að nota meiri farða til þess að fela pirraða og viðkvæma húðina sem kom í rauninni bara af stað vítahring. Húðin fór að framleiða meiri fitu til að koma til móts við sápurnar og öll efnin í þeim sem þurrka hana upp (sérstaklega húð sem er vön au natural og ekki þjálfuð í samskiptum við chemicals býst ég við) en allavega! Ég er semsagt hætt að nota sápur á húðina (eftir tveggja ára reynslu) nema ég sé með farða eða þess háttar á húðinni og er núna bara að bíða eftir að húðin mín komist aftur í sitt náttúrulega jafnvægi. Ætli þetta sé ekki svipað og fólk sem notar ekki sjampó þarf ekki á því að halda og er oftar en ekki með gullfallegt hár. Langaði bara að athuga hvort þú hefðir heyrt einhverjar svona sögur áður eða er þetta kannski alveg mega furðulegt dæmi? Haha:) ætlaði náttúrulega aldrei að skrifa svona langt komment…….

    Ps. Elska bloggið þitt og finnst þú algjörlega frábær fyrirmynd! Gleymdi næstum að segja það, finnst e-ð svo sjalfsagt að fólki finnist það:)

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. November 2015

      haha takk kæra Marta!**** Já þetta finnst mér satt best að segja alveg stórmerkilegt! Húðin er að mínu mati svo heillandi fyrirbæri og ég dýrka að læra meira um hana. Ég er reyndar ekki snyrtifræðingur og ekki með neina reynslu þegar kemur að svona lífvísindum bara reynslu og svampheila. En það sem þú segir með samanburðinn við hárið gæti mögulega alveg verið rétt… En ég mun alveg klárlega ræða þetta við fagaðila næst þegar tækifæri býðst! Ég er týpan sem predika tvöfalda húðhreinsun á kvöldin og létta á morgnanna og segi að íslenska vatnið sé dásamlegt til að innbyrða en geri ekkert fyrir hreinsunina… Svona er fólk misjafnt en mér finnst þetta stórmerkilegt og nú afla ég mér meiri upplýsinga! :):*