Ég vona svo sannarlega að þið séuð flestar búnar að kíkja á ármótablað NUDE Magazine. Ég er ein þeirra sem býð þó alltaf spenntust eftir að sjá umfjallanirnar hennar Lilju Óskar sem er Beauty Editor blaðsins. Stuttu eftir að ég kallaði eftir ykkar áliti á bestu snyrtivörum ársins HÉR (ef þið eruð ekki búnar að senda inn svar endilega gerið það núna) – þá frétti ég að NUDE væri að gera sams konar lista. Ég er svo ánægð með það hvað íslenskar konur eru farnar að fylgjast vel með því sem er að gerast í snyrtivöruheiminum og farnar að leyfa sér mun oftar að fá sér snyrtivörur sem þeim langar að prófa, ekki alltaf bara það sama. Lilja er búin að vera að gera frábæra hluti undanfarið fyrir snyrtivöruhlutann í NUDE – sem er alltaf aftarlega í blaðinu. Ég er ein af þeim sem gerist sek um að fletta alltaf að öftustu blaðsíðunni og lesa svo inn í blaðið.
Ég fékk að leggja örfáar spurningar fyrir hana Lilju til að gefa lesendum smá innsýn í það hvernig listinn var settur saman.
Hvernig gerðuð þið listann?
Við vildum búa til verðlaunaflokka sem næðu rúmlega yfir allt sem við höfum fjallað um, tengt snyrtivörum, á árinu. Gífurlegt magn af snyrtivörum eru í boði svo við héldum okkur við þá reglu að einungis vörur, sem væri búið að prufa og sýna árangur, kæmu til greina og við höfðum það líka að leiðarljósi að listinn væri aðgengilegur. Í mörgum flokkum erum við með svokallaðan ,,Budget” sigurvegara, en það er sú vara í viðkomandi flokki sem okkur fannst skara fram úr af þeim merkjum sem eru í ódýrari kantinum.
Hvaða vara á listanum myndirðu segja að væri í uppáhaldi hjá þér?
Vá! Þær eru svo margar. Ég verð að fá að nefna fimm! ;)
Dior Nude Shimmer,
Shiseido Bronzer Oil-Free
Smashbox Halo Long-Wear Blush
The Body Shop Colour Crush Eyeshadow
Clarins 3-Dot Liner
(Ooooog Shiseido Smoothing Lip Pencil, Clinique Rakaspreyið og Clinique Quickliner…. Og…. Og….. Þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinna
Var einhver vara á listanum sem þú varst ósammála eða sem þér fannst erfitt að velja?
Ég var alls ekki ósammála neinu á listanum en oft eru 2-3 súper-góðar vörur sem koma til greina og rosalega erfitt er að gera upp á milli. Þá var farin sú leið að rökræða vöruna, allt frá innihaldefnum yfir í umbúðir. Erfiðast var að velja augnskugga ársins og maskara ársins. Þarna voru margar sterkar vörur en MAC sigraði fyrrnefnda flokkinn, vegna gífurlegs úrvals af litum og áferðum. Chanel Le Volume maskarinn sigraði síðarnefnda flokkinn fyrir framúrstefnulega hönnun á burstanum og maskaraformúlan sjálf endist lengi, flagnar ekki og er litsterk.
Eru einhverjar nýjungar sem eru væntanlegar árið 2014 sem þú ert spennt fyrir að prófa ?
Það eru nokkrir hlutir sem ég bíð spennt eftir. Á næsta ári mun Dior setja á markað nýjung sem nefnist Dream Skin, sem á víst að vera eitthvað svakalegt og ég bíð spennt! Real Techniques koma með fleiri bursta, meðal annars mjög spennandi eyeliner-bursta, og Maybelline kemur með kinnalitastifti, sem verða áhugaverð og svolítið í anda NARS (ef formúlan verður vel heppnuð).
Svo bíð ég alltaf eftir því að einhver fari að flytja inn Urban Decay og NARS!
Skjáskotin eru úr nýjasta tölublaði NUDE og birt með leyfi Lilju:)
Það var margt við listann sem kom mér á óvart, sem ég var ósammála með og margt að sjálfsögðu sem ég var sammála með. Það er mjög erfitt að þurfa að gera uppá milli snyrtivara hvað þá þegar maður er snyrtivörufíkill eins og við Lilja erum. Við eigum ófá samtölin á Facebook þessa dagana þar sem við ræðum snyrtivörur fram og til baka. Stundum erum við sammála, alls ekki alltaf og svo erum við duglegar að benda hvor annarri á vörur sem önnur hefur prófað en hin ekki. Persónulega finnst mér nauðsynlegt að hafa mikla ástríðu og mikinn áhuga á snyrtivörum ef maður ætlar að skrifa um þær og það eigum við tvær sameiginlegt!
HÉR byrjar umfjöllunin um snyrtivörur ársins í 45. tölublaði NUDE – hvað segið þið eruð þið sammála þessu??
Eftir helgi mun ég svo birta minn lista sem ég gerði með ykkar hjálp. Aftur minni ég á að þið getið sagt ykkar skoðun HÉR en ég er byrjuð að vinna listann en alls ekki loka fyrir tillögur :) Ég get sagt ykkur það núna að minn og ykkar listi eiga margt sameiginlegt með NUDE listanum en líka mjög margt sem er ekki eins. Þetta verður forvitinilegt….
En það er margt framundan á blogginu fram að áramótum t.d. gerviaugnhárasýnikennsla sem mætir í kvöld, snyrtivöruannáll ársins 2013 og smá umfjöllun um nýjungar sem eru væntanlegar á næsta ári í snyrtivöruheiminn.
EH
Skrifa Innlegg