fbpx

Augabrúnirnar hennar Brooke Shields

Fræga FólkiðLífið MittTrend

Það hafa eflaust einhverjir rekið augun í algjörlega óplokkuðu og villtu augabrúnirnar mínar á myndum undanfarna daga. En ég er enn einu sinni að safna almennilegum og þykkum augabrúnum. Alltaf hef ég gefist upp og ekki nennt að standa í þessu almennilega. Mér hefur nú reyndar smám saman tekist að þykkja þær en ég er bara eiginlega ekki neitt sérstaklega hrifin af of mótuðum eða skörpum augabrúnum – alla vega ekki fyrir sjálfa mig.

Ég vil eiginlega bara grófar og þykkar 80’s/90’s augabrúnir eða svona Brooke Shields augabrúnir. Ég gjörsamlega dýrka augabrúnirnar hennar sem hafa þó breyst aðeins í gegnum árin en hún heldur samt alltaf í náttúrulegu þykktina.

a761a5935d52a59c962a8b05aa58e2f6 32358f17d701d5eeb2f7ac01d6b0940b 678e213e6da39a98ef6193db4da050ad38908016b17e1aa27c4ac36d65b35355 185c9902de03629a0eea6e21115a2502 803f1999ed7db2a96b6ed77f746c8029c33977e9fd9d28ec2d6956371534a495 6ea496a98ce25193ae8f8ed2eb7303cd c06ad9837eed99242e2f57107d0d2caa b5dbaf67217450a223a5a316fbd0a09a f67f33b59dcae5cadde0d1429328f430

Ég er nú svo lukkuleg að ég þarf ekki að lita á mér augabrúnirnar svo nú ætla ég bara að leyfa þeim að vaxa almennilega, taka hárin sem standa aðeins útfrá náttúrulegu mótun þeirra og móta og greiða úr augabrúnunum með uppáhalds Brow Drama maskaranum frá Maybelline ;)

Ég veit ég er kannski ekki alveg inní aðal makeup trendinu sem er að vera með vel mótaðar brúnir og með highlighter undir þeim til að lyfta upp. Mér finnst það alveg flott en passar mér kannski ekki alveg – svo ég ætla að copy-a þessa fallegu konu sem er að mínu mati með flottustu augabrúnirnar – þykkar, grófar og náttúrulegar!

EH

Uppáhalds maskararnir mínir frá MAC

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    27. March 2014

    aaaa ég var einmitt að gefast semí upp á mínum í vikunni og plokkaði slatta af var orðin eins og lubbi lubbason! Á reyndar frekar auðvelt með að safna í svona virðist vera.
    Elska samt svona þykkar:)

  2. Guðrún Ólöf

    27. March 2014

    Er með ágætis augabrúnir en hvaða augabrúnalitur er góður til að skerpa það sem fyrir er?

    • Klárlega Brow Drama maskarinn frá Maybelline hann er uppáhalds minn svo svíkur augabrúnatrioið frá Make Up Store engann ;)

  3. Birna Bryndís

    27. March 2014

    Ég er einmitt í sömu pælingum, langar svo í þykkar fínar brúnir, held kannski að mínar verði ekki svo þykkar en gæti kannski prufað að læsa plokkarann inn í skáp lengur. Þær gerast ekki mikið flottari en á Brooke! og mér finnst þú vera með mjög fallegar augabrúnir :)

  4. Ása Regins

    28. March 2014

    Baaaa hún er svo fáránlega flott þessi kona!! En ég er einmitt búin að vera að safna líka og er hæst ánægð með útkomuna :-)