Þegar ég sat og var að fletta í gegnum færslur ársins 2014 til að safna efni í snyrtivöruannálinn sem ég sit nú sveitt og skrifa – þetta er ekkert smá mikið af efni og þið vitið hvernig ég er ég kann ekki bara að vera með einfaldar upptalningar. En ég tók mjög vel eftir því hvað hefur verið töluverð breyting á augabrúnunum mínum. Ég byrjaði árið með fullmótaðar og voða jafnar og fínlegar augabrúnir en endaði það a la Brooke Shields – ég er hrikalega ánægð með þessa þróun og elska augabrúnirnar sem ég er með í dag en mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum myndum af þrónunni… :)
Janúar:
Augabrúnirnar eru vel mótaðar og frekar grannar – hér er tiltöllulega stutt síðan að ég fór síðast í plokkun þar sem var tekið af í kringum augabrúrnirnar með vaxi en þá fara auðvitað öll þessi ósýnilegu hár sem útskýrir líka hví þær eru voðalega mótaðar og fínar.
Febrúar:
Voða svipaðar ennþá en stöku hár farin að láta sjá sig :)
Mars:
Áfram halda þær aðeins að vaxa og hárvöxturinn undir boganum þéttist smám saman.
Apríl:
Mér finnst ég sjá minnstan mun hér á milli mars og apríl, voðaleg stöðnun eitthvað hjá mér :)
Maí:
Hér finnst mér ég svo sjá mikinn mun þið sjáið það helst hægra megin hve þéttur vöxturinn er orðinn. Hér vil ég samt taka fram að ég er frekar mikið máluð og búin að fylla aðeins inní augabrúnirnar svo þær virðast þéttari en þær eru :)
Júní:
Hér finnst mér svo stöðnunin fyrst byrja en þið takið kannski eftir því á næstu myndum.
Júlí:
Þetta er kannski svona eins og með hárið manns – manni finnst maður aldrei komast yfir ákveðna sídd þegar maður er að safna og svo áður en maður veit af þá er maður kominn með hár niður á rass!
Ágúst:
Hér er áfram þessi smá stöðnun í gangi en það er í lok þessa mánaðar sem RapidBrow augabrúnaserumið kemur til leiks… – og það mætir sterkt til leiks.
September:
Hér er svo aðeins farið að líða á september og ég sé mikinn mun í þéttleika háranna og þa sérstaklega fremst í augabrúnunum – en það var svona sá munur sem ég tók fyrst eftir þegar ég fór að nota augabrúnaserumið.
Október:
Augabrúnirnar tóku rosalega vaxtarkipp þarna í september sem svo jafnaðist aðeins út. Hér sjáið þið samt að hárvöxturinn hefur farið að þéttast yst á augabrúnum.
Nóvember:
Hér er ég svo komin með augabrúnir sem ég er virkilega sátt með og hætti að nota serumið. Ég snyrti yfirleitt bara á milli augabrúnanna minna og leyfi restinni bara að vaxa frjáslri.
Desember:
Svo loks svona eins og þær eru í dag. Ég er voðalega sátt með augabrúnalúkkið mitt sem ég tileinka hinni fallegu Brooke Shields. Það eina sem ég geri liggur við við þær er að móta þær alveg fremst með Anastasia Dip Brow gelinu ég er lítið að draga það yfir allar brúnirnar en þá myndi ég líklegast frekar nota litað maskaragel.
Ég vil að lokum taka það fram að ég er á engan hátt að setja útá augabrúnir annarra með þessari færslu. Ég er svakalega ánægð með mínar augabrúnir eins og þær eru í dag og ef þið eruð í sömu sporum og ég var í upphafi síðasta árs að vilja fá þykkari og grófari augabrúnir þá er allt hægt en það tekur bara smá tíma. Ég mæli þó eindregið með augabrúna seruminu RapidBrow sem ég byrjaði að nota þegar mér fannst komin stöðnun í vöxtinn hjá mér og þetta er vara sem virkar ótrúlega vel og ef þið eruð í leit að þykkum augabrúnum eins og mínum þá verðið þið að kíkja á það :)
Annars er þetta bara til gamans gert smá annáll fyrir augabrúnirnar ;)
EH
p.s. er að stefna á að ná annálnum inn sem fyrst – allt er þó enn í vinnslu þar sem það er á rosalega miklu að taka enda frábært ár í bjútíheiminum á Íslandi!
Skrifa Innlegg