Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi útlitið uppá síðkastið var að leyfa augabrúnunum mínum að vaxa og vera dálítið villtar.
Mig langar því að kasta fram smá áskorun á ykkur sem hafið verið að pæla í því að leyfa þeim að vaxa að gera það. Ég veit um þónokkrar þarna úti þar sem ég hef fengið fyrirspurnir um hversu langan tíma það tekur að fá þykkari augabrúnir. Svarið er að auðvitað er það misjafnt eftir hver það er hvernig hárvöxturinn er. Mínar voru rosa strjálar ábyggilega fyrstu þrjár vikurnar en ég dýrka þær í botn núna. Ef ykkur líst síðan ekki á blikuna þá skellið þið ykkur bara í plokkun eða augabrúnavax. Það er líka sniðugt að safna í nokkrar vikur og fara svo til snyrtifræðings og láta móta augabrúnirnar ykkar uppá nýtt. Ég gerði það mjög reglulega og svo reyndi ég bara að halda þeim við sjálf.
Ef þið eruð að pæla í þessu er besta leiðin að týna hreinlega plokkaranum því þá “fallið” þið síður. Mínar brúnir eru mjög dökkar og þær eru enn dáldið strjálar ég hef því brugðið á það að fylla aðeins inní þær með augabrúnalit, mýkja aðeins og þá verða þær alveg súperflottar ég geri það alls ekki á hverjum degi bara svona til hátíðarbrigða;)
Ég setti saman smá sýnikennslumyndir fyrir það hvernig ég móta mínar augabrúnir fyrir síðustu helgi sem þið fáið að sjá líklegast á morgun. Svona er lokaútkoman á augabrúnunum mínum eftir að ég hef mótað þær.
Augabrúnir skipta svo ótrúlega miklu máli að mínu mati.
Flottar augabrúnir gera heildarlúkkið fyrir förðunina – það finnst mér alla vega.
Ef þið eruð að pæla í því að safna í þykkari augabrúnir eða bara til að móta þær uppá nýtt þá skora ég á ykkur að láta plokkarann hverfa – já og hættið að lita þær í leiðinni!
EH
Skrifa Innlegg