fbpx

Áskorun: Leggið plokkarann niður!

AuguÉg Mæli MeðFallegtInnblásturLífið MittLúkkMakeup TipsStíllTrend

Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi útlitið uppá síðkastið var að leyfa augabrúnunum mínum að vaxa og vera dálítið villtar.

Mig langar því að kasta fram smá áskorun á ykkur sem hafið verið að pæla í því að leyfa þeim að vaxa að gera það. Ég veit um þónokkrar þarna úti þar sem ég hef fengið fyrirspurnir um hversu langan tíma það tekur að fá þykkari augabrúnir. Svarið er að auðvitað er það misjafnt eftir hver það er hvernig hárvöxturinn er. Mínar voru rosa strjálar ábyggilega fyrstu þrjár vikurnar en ég dýrka þær í botn núna. Ef ykkur líst síðan ekki á blikuna þá skellið þið ykkur bara í plokkun eða augabrúnavax. Það er líka sniðugt að safna í nokkrar vikur og fara svo til snyrtifræðings og láta móta augabrúnirnar ykkar uppá nýtt. Ég gerði það mjög reglulega og svo reyndi ég bara að halda þeim við sjálf.

Ef þið eruð að pæla í þessu er besta leiðin að týna hreinlega plokkaranum því þá “fallið” þið síður. Mínar brúnir eru mjög dökkar og þær eru enn dáldið strjálar ég hef því brugðið á það að fylla aðeins inní þær með augabrúnalit, mýkja aðeins og þá verða þær alveg súperflottar ég geri það alls ekki á hverjum degi bara svona til hátíðarbrigða;)

Ég setti saman smá sýnikennslumyndir fyrir það hvernig ég móta mínar augabrúnir fyrir síðustu helgi sem þið fáið að sjá líklegast á morgun. Svona er lokaútkoman á augabrúnunum mínum eftir að ég hef mótað þær.

augabrúnir

Augabrúnir skipta svo ótrúlega miklu máli að mínu mati.

bad-eyebrows

Flottar augabrúnir gera heildarlúkkið fyrir förðunina – það finnst mér alla vega.

Ef þið eruð að pæla í því að safna í þykkari augabrúnir eða bara til að móta þær uppá nýtt þá skora ég á ykkur að láta plokkarann hverfa – já og hættið að lita þær í leiðinni!

EH

Pabbi í framboði

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Inga Rós

    26. May 2014

    Ég er svo sammála þér…. ég ákvað að safna og sé ekki eftir því… jú þetta var ponsu erfitt… en alveg þess virði!

  2. LV

    26. May 2014

    Ég er að leyfa mínum að vaxa.. its taking FOREVER!

  3. Elísabet Gunnars

    26. May 2014

    Það er aaalveg bannað að hafa þær of mótaðar eða mjóar. Ég vil alltaf hafa mínar sem náttúrulegastar. Frábær áskorun ;)

    • Þú getur t.d. notað svona augnháraserum en þá geta þær lýsts aðeins upp. En ég hef líka heyrt góðar sögur af gyllinæðakremi – bara smyrja brúnirnar með því ;)

  4. Sæunn

    26. May 2014

    Ég vildi að ég gæti safnað, mínar eru mjög gisnar og það vaxa svona 3-4 hár á þeim sem tekur því ekki að leyfa að vera því þau eru svo langt fyrir neðan hin. Ég vildi að mínar myndu taka smá vaxtakipp, here’s hoping! Ég fíla þessa tisku í botn, lýst vel á að náttúrulegt sé farið að verða vinsælla :)

  5. Palina

    27. May 2014

    Mér fyndist ekkert mál að hætta að plokka, en yrði alveg glær í andlitinu án þess að lita augabrúnirnar mínar. Finnst ekkert spennandi að vera grá og guggin á hverjum degi… eitthvað auðvelt trix á augabrúnirnar sem þú myndir mæla með sem tekur stuttan tíma (mála mig annars aldrei svona hversdags).

    • Ég myndi þá tékka á lituðu augabrúnageli eins og frá Maybellin – tekur enga stund og mjög flott ;)

  6. Berglind

    28. May 2014

    Hljómar vel að þurfa ekki að fara í lit+plokk ;) en hvað með hárin sem eru soldið fyrir neðan, á maður að láta þau vera líka?

    • Ég lét allt vera :) En það er kannski sniðugt að þegar þú ert sátt með brúnirnar að fara til snyrtifræðings og fá hana til að snyrta aðeins í kringum þær þá t.d. með augabrúnavaxi :)