fbpx

Annað Lúkk

Mér hefur alltaf fundist rauðir augnskuggar svolítið spennandi – en jafnframt hef ég verið pínu hrædd við að nota þá af því ég hélt að ég myndi kannski líta út fyrir að vera með glóðurauga. Ég fékk mér þennan kremaða dökkrauða augnskugga í vor og var að vígja hann núna fyrst um daginn. Mér finnst þetta bara koma ágætlega út;)Ég byrjaði á því að grunna augnlokið með kremuðum brúnum blýanti og dreyfði vel úr honum yfir allt augnlokið. Setti svo augnskuggann yfir – bar hann á allt augnlokið sem og áferðin varð ótrúlega jöfn og fín útaf blýantinum sem var undir. Svo setti ég líka augnskuggann meðfram neðri augnhárunum en mjög lítið. Svo notaði ég svartan blýant og rammaði augað með honum og setti inní vatnslínuna. Svo var það bara nóg af maskara og frekar litlaus varalitur við. Einfalt og fljótlegt! Vörurnar sem ég notaði:

  • Master Smoky Eyeliner  í brúnu frá Maybelline
  • Color Tattoo augnskuggi í dökkrauðu frá Maybelline – þessi er ekki til hér því miður.
  • Limitless Eyeliner í svörtu frá Smashbox
  • Falsies Feather Maskari frá Maybelline
  • Hue varalitur frá MAC – þennan lit ættu flestar að kannast við ég held alla vega að allar bekkjarsystur mínar í versló hafi átt eitt stykki;)

Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst þessar myndir töluvert betri en hinar sýnikennslurnar sem ég hef gert. Þær munu fylgja þó með inná milli á blogginu og verða vonandi betri þegar ég hunskast til að fá mér betri linsu fyrir myndavélina eða ennþá betri síma;)

EH

Sumarið Yljar í Haustveðrinu

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. LV

    19. October 2012

    Ég fékk förðunarkennslu um daginn, þar var mér sagt að rauður augnskuggi væri fallegastur fyrir blá augu.. mér finnst bara eitthvað rangt við rauðan augnskugga hehe, en hann er mjög fallegur á þér og ég á örugglega eftir að enda á að kaupa mér líka :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      20. October 2012

      já ég held að rauðir augnskuggar séu vandmeðfarnir – hefur oft fundist ég líta út eins og ég sé með glóðurauga;) En helst ef það er vel gert það er það í lagi mér fannst t.d. brúni liturinn undir hjálpa svolítið til:)

      En það er oft notast við svona litahjól þegar það er verið að mæla með hvaða litur hentar hvaða augnlit best. Eins og hér http://2.bp.blogspot.com/-RHBuP6q5veQ/TpMFGxrBStI/AAAAAAAAA-Q/klmBwkh-FnE/s320/color%2Bwheel.jpg en það er á liturinn sem er beint á móti augnlitnum þínum í litahjólinu sem á að fara þér best ég mæli t.d. alltaf með gylltum tónum, orange og kopar fyrir blá augu það gerir þau alveg tryllingslega blá;) En svo held ég líka að smekkur manna komi sterkur inn þegar kemur að því að velja lit á augnskugga;)

  2. Guðbjörg

    20. October 2012

    Hvernig er maskarinn að standa sig? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      20. October 2012

      Ég er voða ánægð með hann:D – Hann er samt svo ólíkur möskurunum sem maður er vanur af því hann harðnar ekki ég kann vel að meta það en það gæti alveg verið að einhverjum fyndist hann gefa of náttúrulegt lúkk en það besta er að maður hleður bara maskaranum á þar til maður er ánægður. Mæli hiklaust með honum;)