fbpx

Amma Mín er Best

Meðganga

Ég fékk símtal frá ömmu minni í gærkvöldi um að hún væri búin að fara niðrí geymslu og ná í gömul föt af pabba mínum og bræðrum hans – m.a. annars skírnarkjólinn sem ég og pabbi minn vorum skírð í. Ég gat ekki setið á mér eftir símtalið og dreif mit beint uppí Garðabæ til að fá að sjá gersemarnar. Amma eingaðist 4 stráka og hún á 7 barnabörn – 1 strák og 6 stelpur og eitt barnabarnabarn sem er líka stelpa svo bumbinn minn er fyrsti strákurinn í föðurfjölskyldunni síðan bróðir minn kom í heiminn fyrir 21 ári síðan. Svo ég er ótrulega heppin að því leitinu til að það er allt hjá ömmu svo ég get valið fyrst úr af mínum frænkum. Meðal þess sem leyndist inná milli voru matrósarföt – og það sem mér finnst skemmtilegast er að ég man nánast eftir bróður mínum í öllum þessum flíkum.Teppið og silkipúðinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og verður sett strax yfir rúmið þegar dýnan og sængin eru komin. Þetta teppi gaf kona sem var alltaf mjög kær fjölslyldunni ömmu og afa – Anna á loftinu var hún kölluð og á hverjum aðfangadag fer ég með pabba og set kerti á leiðið hjá henni niðrí Fossvogskirkjugarði svo ég vona að hún sé ánægð með hver fær að kúra með teppið eftir bara nokkrar vikur.

Ég get nú ekki annað en verið svolítið montin yfir því að eiga ömmu sem passar svona vel uppá allt og hendir ekki neinu. Það verður líka gaman að eiga myndir af afanum, móðurbróðurnum og prinsinum sjálfum í eins fötum:)

EH

4 Flottar í Nóvember!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sirry

    12. November 2012

    Meira að segja man ég eftir einhverju af þessum fötum á myndunum þó ég sé yngri en pabbi þinn. Man eftir vestinu og öðrum fötum þarna.
    Já Anna á Loftinu var yndisleg og hlý kona. Þú ættir kannski að spurja ömmu þína hvort það séu nokkuð til prjónaðir sokkar eða vettlingar frá mömmu hennar. Ég á enn prjónað dótarí frá hinni frægu ömmu Sí :)

  2. Helgi Ómars

    12. November 2012

    En yndislegt :) Hlakka til þegar nýji trendnet meðlimurinn lætur loksins sjá sig!! :) x